Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 32

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 32
lendis, er um um 170 manns. Flug- áhafnir voru 14 í sumar, en í vet- ur 12. Nýtt húsnæði. í byrjun s. 1. febrúar flutti félag- ið aðalbækistöðvar sínar úr húsi Nýja Bíós við Lækjargötu og sett- ist að í nýjum húskynnum við Reykjanesbraut 6. Eftir varð þó í Lækjargötu 2 farmiðasala og upp- lýsingaskrifstofa. Galli hins nýja húsnæðis er sá, að það er ekki við eina helztu umferðaæð miðbæjar- ins eins og hið fyrra, en kostir þess þeir, að það er rúmgott og vistlegt og vinnuskilyrði því hin beztu sem völ er á. Erlendis hefir félagið komið sér upp nýjum skrifstofum á þrem stöðum og aukið við húsnæði ann- ars staðar. Nýju skrifstofurnar eru í Frankfurt am Main, Glasgow og London. Auk þess hefir félagið gert fasta samninga á árinu við nýja aðalumboðsmenn á nokkrum stöðum t. d. í París. Ferðaáætlanir og flugleiðir. Fjórar ferðir voru farnar í viku fram og aftur milli meginlanda Evrópu og Ameríku frá síðustu ára- mótum og fram til 15. maí s.l., en þá var þessum ferðum fjölgað í 5 og í sumar voru auk þess teknar upp vikulegar ferðir milli íslands og meginlands Evrópu. Um miðj- an októbermánuð síðastliðinn var ferðunum aftur fækkað niður í fjórar í viku, og verður svo fram eftir vetri. Sú breyting varð á í haust, að ákveðið var að leggja niður Luxem- borgarferðir yfir vetrarmánuðina, en taka upp að nýju Bretlands- ferðir og koma tvisvar í viku við á Renfrew-flugvelli, sem er í ná- munda við Glasgow, en félagið hefir áður haldið uppi áætlunar- ferðum til Skotlands, svo sem kunn- ugt er. Var lent þar í fyrsta skipti að þessu sinni 20. október síðast- liðinn og var í því tilefni margt góðra gesta fyrir á flugvellinum, undir forystu Allan Mclean borg- arstjóra, til þess að bjóða Loftleiða- menn velkomna á ný. Ráðgert er að hefja á vori kom- anda áætlunarferðir til Lundúna, en urn flugstöðvar þeirrar borgar er nú ferðamannastraumur mestur í Evrópu og því til mikils að vinna, ef tekst að fá örugga fótfestu. Til forstöðu Bretlandsdeildar hefir Blaðamenn i boði Loftleiða vegna Bretlandsflugsins. verið ráðinn enskur inaður, sem á að baki langa og gifturíka reynslu í ferðamálum. Fargjaldamál Loftleiða. Á árinu hefir gætt nokkurs úlfa- þyts heima og erlendis vegna hinna hagstæðu fargjalda Loftleiða, en til þeirra má meðal annars rekja tregðu þá, sem alkunn er af Svía hálfu í samningamálum um flug- ferðir. Hljótt er nú í bili um þessi mál, fargjöldin óbreytt og fram- lenging fengin hjá Svíum til ferða fram i miðjan næsta maímánuð, en fyrir þann tíma vona menn að fullnaðarlausn verði fengin á þrætumáli þessu, sem varpað hefir skugga á þá góðu samvinnu, sem kappkostuð er á öðrum sviðum milli Norðurlandabúa. Fargjaldadeilan hefir vakið at- hygli víðar en á Norðurlöndum og orðið til þess að minna skemmti- lega á tilvist hins islenzka félags. Má til dæmis í því sambandi geta þess, að hið kunna tímarit „Busi- ness Week“ staðhæfði, að það væri fyrst og fremst vegna forgöngu Loftleiða, að afráðið væri nú að stóru flugfélögin stefndu í náinni framtíð að almennri lækkun flug- fargjalda á flugleiðunum yfir Norður-Atlantshafið. ■ ý ; ''

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.