Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Síða 34
ungis mikið hagsmunamál öllum
þeim, sem að íslenzkum samgöngu-
málum vinna, heldur gæti hún, et
skynsamlega er á haldið, orðið
traustur grundvöllur að arðbærri
atvinnugrein, svo sem dæmi sanna
frá öðrum þjóðum.
Flugstöðvarbygging.
Með hinni sívaxandi umferð
þrengist æ stakkurinn, sem athöfn-
um Loftleiða er sniðinn á Reykja-
víkurflugvelli, og segja má, að að-
staðan þar til afgreiðslu farþega
sé nú orðin óviðunandi. Einhverj-
ar ráðagerðir munu nú uppi um
að hið opinbera reisi í Reykjavík
flugstöðvarbyggingu, en langt mun
enn frá þeim til þess að fram-
kvæmdir verði hafnar, og er því
ekki annað sýnilegt en að félagið
verði að grípa til einhverra bráða-
birgðaúrræða á næstunni til þess
að afstýra hreinum vandræðum í
íarþegaafgreiðslu, svo sem gert var
að því er beina varðar með veit-
ingasalnum, er félagið kom upp í
einum af setuliðsskúrum flugvall-
arins. Eru allar slíkar ráðstafanir
bæði dýrar og ófullnægjandi, og
lausn málanna því vitanlega sú, að
hraðað verði byggingu nýrrar flug-
stöðvar, þar sem flugstarfsemi allri
verði búin sæmileg miðstöð hér í
höfuðstaðnum.
Niðurlag.
Eðlilegt er að einhverjir vilji
skyggnast inn á vonalönd hins
nýja árs og spyrjast fyrir um, hvað
Loftleiðir hafi markverðast í
hyggju. Því er til að svara, að hald-
ið mun áfram, að öllu forfalla-
lausu, á þeirri braut, sem nú hefir
verið mörkuð, reynt að auka mark-
aðinn á flugleiðinni yfir Norður-
Atlantshafið, svo sem verða má,
með sams konar tækjum og þeim,
sem félagið hefir nú yfir að ráða.
Auk þess gat framkvæmdastjóri
félagsins þess fyrir nokkru í blaða-
viðtali, að félagið reyndi að fylgj-
ast sem bezt með öllum nýjungum
og hefði hug á að afla sér nýrra
og hraðfleygari flugvéla, svo fljótt
sem aðstæður leyfa. Þær verða þó
trúlega ekki keyptar á næsta ári,
en ef drög verða að því lögð og
félagið vex enn við þau skilyrði,
sem því eru nú búin, þá eru þau
áramót, sem nú fara í hönd, einn
Flugmálafélagið gengst fyrir för
til Shannon á írlandi. Ráðamönn-
um gafst kostur á að gera saman-
Flugturninn á Shannon-flugvelli.
Hann er nýbyggður, en annars eru
flestar byggingar á flugvellinum frá
stríðsárunum tumburhús. Maríulíkn
eski úr hvítum marmara stendur nálægt
aðaldyrunum.
Turninn á Reykjavíkurflugvelli er
hryggðarmvnd, bæði ljótur og hriplek-
ur.
Höfum við alls ekki efni á að koma
upp turni í líkingu við myndina. Þetta
er ekki stórhýsi, en bæði snoturt í út-
liti og vatnshelt. (Jón Eyþórsson tók
myndina).
áfanginn enn að því marki, sem
stefnt er til, að íslendingar eignist
flugfélag, er geti orðið fyllilega
samkeppnisfært við flugfélög
þeirra þjóða, sem ríkari eru að fé
og fjölmennari en við.
Reykjavík, í des. 1956.
Sigurður Magnússon.
burð á flugstöðinni þar og Kefla-
vikurflugvelli.
A síðastliðnu vori gekkst Flug-
málafélag íslands fyrir því að bjóða
nokkrum ráðamönnum landsins til
Shannon á írlandi til þess að skoða
flugstöðina þar, sem talin er mjög
fullkomin. Var þetta gert til þess
að gefa þessum mönnum kost á að
bera ílugstöðina saman við flug-
stöðina í Keflavík, en með tilliti
til Atlantshafsflugs eru flugstöðvar
þessar rnjög sambærilegar. Mismun-
urinn á aðbúnaði öllum fyrir far-
þega er þó gerólíkur á þessum
stöðurn, enda mikil þörf lagfæring-
ar á því sviði í Keflavík.
Til fararinnar var boðað með
svohljóðandi bréfi:
Reykjavík, 21. apríl 1956.
Flugmálafélag íslands leyfir sér
hér með að bjóða yður, herra
(J. ].), að taka þátt í ferða-
lagi til Shannon á írlandi og fleiri
flugvalla austan hafs til þess að
kynnast í fljótu bragði rekstri
þeirra, einkum því, er lýtur að mót-
töku og aðbúnaði ferðamanna og
tollfrjálsri sölu ýmislegs varnings
til farþega og áhafna flugvéla.
Ferðin hefst þriðjudaginn 24.
apríl. Verður flogið til Lundúna
og síðan til Shannon. Nöfn vænt-
anlegra þátttakenda í förinni eru
á meðfylgjandi lista.
JWS Flu^málafélaásms
til Sliannon.
32 - FLUG