Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Side 35
Vér álítum brýna nauðsyn bera
til þess, að fyrirgreiðsla erlendra
farþega og flugliða hér á landi
komist í svipað horf og bezt gerist
hjá nágrönnum vorum. Ella eig-
um vér á hættu, að erlendar far-
þegaflugvélar sneiði gersamlega hjá
íslenzkum flugvöllum og þjóðin
verði af æskilegum gjaldeyristekj-
um.
Til að geta ráðið fram úr þeim
málum á heppilegan hátt, er nauð-
synlegt að kynnast þeim af eigin
sjón og raun. Þess vegna er stofn-
að til þessarrar farar, og þess vegna
óskum vér eindregið þátttöku yðar.
Virðingarfyllst,
f.h. Flugmálafélags Islands
Jón Eyþórsson. Páll B. Melsteð.
Nöfn þátttakenda í för til Shan-
non, apríl 1956:
Sigtryggur Klemenzson, ráðneyt-
isstjóri.
Pétur Ottesen, formaður fjárveit-
inganefndar.
Tómas Árnason deildarstjóri í
varnarmálaráðuneytinu.
Guðbrandur Magnússon, forstj.
Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi.
Páll B. Melsteð, forstjóri.
Aagnar Kofoed-Hansen, flug-
málastjóri.
Jón Eyþórsson, form. Flugmála-
félags íslands.
Nokkrum fleirum var boðið, en
þeir gátu ekki tekið þátt í förinni
sökum anna.
För þessi þótti hin ánægjulegasta
og var bæði til fróðleiks og skemrnt-
unar. Auk dvalarinnar í Shannon
dvöldu flestir þeir, sem í förinni
voru, í London í vikutíma.
Kostnað allan annaðist Flug-
málafélagið með tilstyrk nokkurra
velviljaðra aðila.
„Hvað er svo glatt ...
Á Shannon-flugvelli, apríl 1956. Pétur Ottesen hitti þar tvær frændkonur sínar.
Þær smakka ekki einu sinni írskt kaffi! (Jón Eyþórsson tók myndina.)
Sjúkraflug
Ekki verður þessi smásaga seld
dýrara verði en hún var keypt. En
þannig lítur hún út eins og hún
barst „Flugi“ til eyrna.
Það var á bernskudögum Loft-
leiða, að þeir félagarnir Alfreð
Eliasson og Kristinn Olsen voru
beðnir að fara tafarlaust norður á
Ingólfsfjörð á Ströndum til þess að
sækja þangað fársjúkan mann.
Ekki komust þeir af stað fyrr en
daginn eftir vegna slæms veðurs,
en þá var haldið sem leið liggur
þangað norður og lent á firðinum.
Heimamenn komu niður i fjör-
una, en létu þar ekki staðar num-
ið, heldur ösluðu út í sjóinn til
þess að taka á móti þessum vel-
komna en sjaldséðna gesti. Var nú
hafizt handa um að draga flugvél-
ina að landi.
Þeir félagar spurðu þegar, er
þeir voru komnir í kallfæri, eftir
hinum fársjúka rnanni, því að eng-
ar sjúkrabörur sáu þeir í fjörunni.
— Það er nú ég, gall þá í ein-
um, þar sem hann stóð upp undir
hendur í sjónum og gekk hart fram
í að draga flugvélina til lands.
— Nú, hvað er þetta, maður, þú
sýnist ekki rnikið veikur, sagði ann-
ar þeirra félaga, er þeir höfðu átt-
að sig á þessum undrum.
— Ja, ég var nú eiginlega
skrambi slæmur í gær. En ég er
snöggt um skárri í dag.
FLUG - 33