Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Qupperneq 36
NYYRÐI UM FLUG.
Fyrir nokkru kom á markaðinn
íjórða hefti Nýyrða og fjallar það
um ílug. Hefur Halldór Haildórs-
son dósent tekið þetta nýyrðasafn
saman.
Tækniþróun hér á iandi hefur
á öllum sviðum verið mjög ör, en
þó sennilega hvergi jafn ör og á
sviði flugmála. Það hefur því ekki
unnizt tími til þess að íslenzka
öll hin mörgu orð og hugtök,
sem daglega þarf að nota við fiug-
starfið. En nú hefur verið úr þessu
bætt og er þess að vænta, að ís-
lenzkir flugmenn og aðrir þeir,
er að flugþjónustu vinna færi sér
nýyrðin í nyt. Annað, sem valdið
hefur notkun erlendra orða við
flugið, er að velflestir flugmenn
okkar hafa að öllu, mestu eða ein-
hverju leyti lært starf sitt erlend-
is og hafa því við námið ekki
vanizt neinum íslenzkum orðum
um þetta efni. Er því sérstök
ástæða tii þess að benda íslenzk-
um flugkennurum á safn þetta.
Um gæði orðasafnsins og hug-
myndauðgi þeirra, er samið hafa
skal hér enginn dómur felldur.
Hins vegar er formáli Halldórs
Halldórssonar hér birtur í heild
til þess að gefa mönnurn með því
hugmynd um, hvernig verk þetta
hefur verið tinnið. Formálinn
hljóðar svo:
„Þetta fjórða hefti af nýyrða-
safni Menntamálaráðuneytis hef-
ir að geyma orð úr flugmáli auk
allmargra orða úr veðurfræði.
Fyrirkomulag þessa heftis er
svipað og hinna fyrri. Þó ber að
geta tveggja breytinga. í þessu
hefti er — samkvæmt óskum ráðu-
nauta orðabókarnefndar — ekki
um það skeytt, þótt orðin hafi
birzt í fyrri heftum nýyrðasafns-
ins. Töldu ráðunautarnir, að heft-
ið kæmi með þessu móti að betri
notum þeim, er við fiugið starfa.
Ýmis veðuríræðiorð úr alþvðu-
máli hafa einnig verið tekin í heft-
ið, þótt þau hafi áður komizt í
orðabækur. Hin breytingin — og
sú veigameiri — er, að nú eru
birtar íslenzkar þýðingar í skránni
um erlend orð, en áður hafa að-
eins verið tilvísanir til íslenzku
skrárinnar. Notendum bókarinn-
ar er þó ráðlegt að fletta íslenzku
orðunum eitmig upp í fyrri
skránni, því að þar er ýmiss kon-
ar fyllri vitneskja. Þá skal einnig
á það bent, að þýðingar geta stund-
um virzt ósamkvæmar. Stafar það
af því, að merking íslenzku orð-
anna hefir í ýmsum tilvikum þró-
azt með öðrum liætti en hinna
ensku. Mætti t. d. benda á orðin
flugvöllur og flugvél, sem samsvara
ekki ávallt í daglegri notkun orð-
unum airfield og aeroplane, held-
ur stundum airport og aircraft.
Hefði ef til vill verið þörf á að
samræma þetta, en að því ráði var
ekki horfið.
'Orðabókarnefnd Háskólans, sem
hefir yfirumsjón með nýyrðasöfn-
uninni, hefir vitanlega lengi verið
það ljóst, að eitt þeirra verkefna,
sem vinna þyrfti, væri söfnun orða
úr flugmáli. Hún hafði þó ekki
ráðgert að hefja þetta starf svo
snemma m. a. vegna þess, að all-
miklu meiri örðugleikar voru á
ýmsum öðrum greinum, sem einn-
ig þarf að gera skil — og væntan-
lega verður gerð skil í náinni fram-
tíð. En á ofanverðu ári 1953
gerðist það, að flugmálastjórinn,
Agnar Kofoed-Hansen, sneri sér
til formanns orðabókarnefndar,
Alexanders Jóhannessonar prófess-
ors, með tilmælum um, að flug-
málið yrði tekið fyrir svo fljótt
sem auðið væri. Bauðst flugmála-
stjórinn til að láta kosta orðatóku-
starfið að miklu eða öllu leyti. Þótti
einsýnt að verða við tilmælunum
og taka þessu góða boði. Var til
orðtökunnar ráðinn Baldur Jóns-
son stud. mag., en hann hafði til
hennar betri skilyrði en aðrir mál-
fræðistúdentar, með því að hann
hafði um langa hríð starfað hjá
Flugfélagi íslands í sumarleyf-
um sínum. Vann Baldur að orð-
tökunni sumarið 1954 og fram á
vetur 1954—55, og greiddi flug-
málastjóri honum fyrir starfið.
Leysti Baldur verk sitt af hendi
með mestu prýði.
Heimildir þær, sem Baldur kann-
aði og tók orð úr, voru þessar:
Gunther Plúschhov: Flygillinn frá
Tsingtau (Rvk. 1917); Morgun-
blaðið 1919, 1920 og 1928, auk þess
nóv. 1924, sept.—des. 1925, nóv.
1926, 20. jan., 30. apr., 6. nóv. 1937
og júlí 1938; Visir 1919, 1920 og
1928; Timinn 1919, 1920 og 1928;
Alþýðublaðið 1928 og maí 1936;
Alexander Jóhannesson: Síldarleit
úr lofti (Rvik. 1929); Sami: Flug-
mál íslands (sérpr. úr Tímanum
1931); Sami: í lofti (Rvk. 1933):
Harald Victorin: Kappflugið um-
hverfis jörðina. Freysteinn Gunn-
arsson þýddi (Rvk. 1938); Edgar
B. Schieldroþ: Fluglistin (Rvk.
1939); Hjálrnar R. Bárðarson:
Flugmál íslands i fortið, nútið og
framtíð (Rvk. 1939); Flug, Mál-
34 - FLUG