Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 38
tók þaðan þýðingar. T. d. eru
þannig til komin flest dönsk og
þýzk orð í orðasafninu, en auk
þess margt enskra orða. Þannig tók-
um við Baldur þýðingar á orðurn
um flughreyfilinn, sem munu vera
um 1200, úr bók þeirri, er áður
getur, að Jón A. Stefánsson hafi
þýtt. Flestar þýðinganna eru þó
gerðar af nefnd flugfróðra manna,
er þessir menn áttu sæti í: Bjarni
Jensson yfirflugnmsjónarmaður,
Björn Guðmundsson flugstjóri og
Bogi Þorsteinsson yfirflugumferð-
arstjóri. Auk þess unnu að þessu
starfi Björn Jónsson framkvœmdar-
stjóri, Sigurður Jónsson, forstöðu-
maður loftferðaeftirlitsins, Þor-
steinn Jónsson flugstjóri og Sig-
fús H. Guðmundsson framkvæmd-
arstjóri. Kvaddi Sigfús þessa menn
á fund og hafði yfirumsjón með
verkinu. Jón Eyþórsson veðurfrœð-
ingur þýddi orð úr veðurfræði og
Sigurður Malthiasson fulítrúi orð,
er varða flugafgreiðslu, loftferðir
og rekstur flugfélaga.
Flugmálastjóii Agnar Kofoed-
Hansen sat nokkra fundi orðabók-
arnefndar, er farið var yfir orða-
skrárnar, en fundartími var honum
óhentugur, svo að hann gat ekki
sótt þá eins mikið og hann hefði
viljað. Aðalráðunautur nefndar-
innar var Sigfús H. Guðmundsson
framkvcemdarstjóri. Sat hann svo
að segja alla fundi orðabókarneínd-
ar, meðan flugmálið var á dagskrá,
þótt hann ætti óhægt með, eftir að
hann fluttist til Keflavíkur. Þá var
Jón A. Stefánsson flugvélaeftirlits-
maður ráðunautur um allt, er varð-
aði ílughreyfilinn, og Sigurður
Matthíasson fulltrúi um það, er
laut að flugafgreiðslu, loftferðum
ogrekstri flugvéla. Ráðunautur um
veðurorð var Jón Eyþórsson veður-
frœðingur.
Við útgáfu nýyrðasafnsins hafa
að öðru leyti þessir menn veitt mér
aðstoð: Steingrimur Jónsson raf-
magnsstjóri las yfir handritið og
gerði margar tillögur til bóta, Gat
ég af ýmsum sökum ekki fært mér
nema nokkurn hluta þeirra í nyt.
Guðni Guðmundsson M. A. aðstoð-
aði mig við samningu ensk-íslenzka
orðasafnsins og hann og Högm
Torfason fréttamaður hjálpuðu
mér við samanburð handrits og
prófarka. Sigfús H. Guðmundsson
las aðra próförk af íslenzka orða-
safninu.
Öllum, sem hafa veitt mér og
orðabókarnefnd hjálp við útgáfu
nýyrðasafnsins, færi ég beztu
þakkir.“
- Vetrarnótt
á Keflavíkurflugvelli.
Framhald af bls. 20.
arkyns, gosdrykki og kaffisull. Lé-
leg minjagripasala er hér og er þá
upptalið. Húsrúm er svo lítið fyrir
farþegana, að margir verða að
standa upp á endann þegar mikið
er að gera og margar flugvélar eru
hér í einu, eins og oft er. Ég vil
skjóta því hér til réttra aðila, að
það er stór nauðsyn og verður okk-
ur til mikils fjárhagslegs ábata að
bæta skilyrðin fyrir farþegana í
Keflavík, því eins og þetta er nú,
er þetta okkur til háborinnar
skammar svo að ekki sé meira sagt.
Lindberg og ungverskir
flóttamenn.
Og að lokum skulum við lítils-
háttar athuga hvaða farþegar hafa
nú verið á ferðinni hér í Keflavík
í nótt. Það vill ekki ósjaldan til að
heimsfrægir menn og konur eru
hér á ferð.
Þessa nótt réði tilviljun því að
ég'sá hinn fornfræga flugkappa
lándberg, sem nú er orðinn aldr-
aður maður og gráhærður. Var
hann þarna á ferð með einum af
varaforsetum PAA, sem lieitir H.
Grey, en varaforsetar þess félags
eru 6 eða 7 talsins. Atlantshafs-
flugið heyrir undir þennan for-
seta. Lindberg hershöfðingi er
leiðbeinandi hjá PAA og hefir
hann hlotið hershöfðingjanafnbót-
ina í heiðursskyni frá Bandaríkja-
her.
Ég hitti einnig fjölda ungverskra
flóttamanna, er eru á leið sinni
vestur til Bandaríkjanna. Átti ég
tal við marga um hörmungar þeirra
í frelsisbaráttunni og á flóttanum
frá heimalandi þeirra. Verður sú
sorgarsaga ekki rakin hér nánar.
Það er kominn bjartur dagur, þeg-
ar ég liekl á brott frá þessari
stærstu flughöfn okkar íslendinga.
Viðburðarík nótt er á enda. Hún
er fyrst og fremst viðburðarík og
lærdómsrík fyrir mig, en margar
slíkar nætur ganga yfir Keflavík,
þegar óveður ekki stöðvar umferð-
ina. vig.
HraSamet.
í sl. septembermánuði fór ein af
flugvélum Loftleiða á 10 klukku-
stundum og 12 mínútum frá New
York til Reykjavíkur og þótti það
svo hröð ferð, að naumast væru
líkur til að Skymasterflugvél færi
þessa leið á skemmri tíma, en kl.
rúmlega 3, 15. jan. var leiguflugvél
Loftleiða, LN-SUP, lent hér á
Reykjavíkurflugvelli og hafði hún
þá bætt fyrra metið um 26 mínút-
ur, þar sem flugtími hennar frá
New York til Reykjavíkur reynd-
ist ekki hafa verið nema 9 klst. og
44 mínútur, en það svarar til um
450 km meðalhraða á klukkustund.
Flugstjóri í þessari hraðferð
flugvélarinnar var Einar Arnason,
en flugleiðsögumaður Halldór Ól-
afsson.
Farið var yfir Gander og sunn-
an Grænlands eftir hinni svo-
nefndu stórbaugslínu. Vindar voru
mjög hagstæðir og var byrinn oft
um 16 vindstig. Flogið var oftast
í 11 þúsund feta hæð.
36 - FLUG