Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Page 40
af hálfu hinnar nýkjörnu félags-
stjórnar vel undir bendingar þær,
sem gefnar hafa verið, taldi verk-
efni næg.
Loks kom fram sú hugmynd, að
Vilhjálmur Steiánsson, landkönn-
uðurinn nafnkunni frá Vestur-
heimi, yrði fenginn til þess að
flytja erindi um flugsamgöngur á
vegum hins nýstofnaða félags. Var
vel undir það tekið af fundarmönn-
um. En Vilhjálmur Stefánsson
hafði átt setu á fundinum.
Að endingu var, að tillögu Skúla
Skúlasonar blaðamanns, samþykkt
að þeir sem gengju í félagið á hin-
um fyrsta almenna fundi, er boð-
að yrði til, skyldu teljast stofn-
félagar. Fundinn sóttu um 30
manns, 23 menn innrituðu sig í
félagið á fundinum, en nokkrir
menn höfðu horfið af fundinum
áður en inritun hófst undir fund-
arlok.
Fleira var ekki tekið fyrir.
Fundi slitið.
Agnar Eldberg Kofoed-Hansen.
Guðbrandur Magnússon.
ANNAR FLNDUR.
Hinn 31. ágúst var fundur hald-
inn í Flugmálafélagi Islands. Stóð
fundurinn á Hótel Borg, „Gyllta
salnum“ og hófst kl. 8.30 síðdegis.
Formaður setti fundinn, nefndi
Björn Ólafsson stórkaupmann til
fundarstjóra.
Þá bauð formaður Vilhjálm
Stefánsson velkominn á fundinn og
lét þess getið að Vilhjálmur myndi
flytja erindi um flug og flugskil-
yrði á norðurleiðum.
Því næst tók Vilhjálmur Stefáns-
son til máls. Var honum fagnað af
fundarmönnum með löngu og al-
mennu lófataki. Ávarpaði ræðu-
maður fundarmenn á íslenzku, en
kvaðst vera orðinn stirður í móð-
urmálinu. Erindið flutti hann á
ensku.
Að erindinu loknu ávarpaði
Pálmi rektor Hannesson Vilhjálm
Stefánsson og þakkaði erindið
jafnframt.
A fundinum innrituðust 70 félag-
ar. Jafnframt var veitt viðtaka ár-
gjöldum og greiddust þau ljúflega.
Að fundarlokum fengu rnenn sér
kaffi og einnig var stiginn dans.
Guðbrandur Magnússon.
Fyrsti stjórnarfundur Flugmála-
félags íslands var haldinn að
Hótel Borg 2. ágúst 1936 kl. 16.
Stjórnin skipti með sér verkurn:
Varaforseti var kosinn Pálmi
Hannesson rektor, ritari Jón Ey-
þórsson, gjaldkeri Sigurður fónas-
son, forstj. Tóbakseinkasölu ríkis-
ins.
Ákveðið var að halda félags-
fund að Hótel Borg miðvikudag-
inn 31. ágúst. Hafði Vilhjálmur
landkönnuður Stefánsson tjá sig
fúsan til að flytja þar erindi um
„Norðurleiðina" og önnur flugmál.
Agnar E. Kofoed-Hansen.
Jón Eyþórsson.
Annar stjórnarfundur var hald-
inn á skrifstofu Flugmálafélagsins
í Bankastræti 11 föstudaginn 30.
apríl 1937.
Mættir voru auk forseta: Pálmi
Hannesson, Sigurður Jónasson, Jón
Eyþórsson og Guðbrandur Magn-
ússon.
Rætt um útgáfu flugmálarits.
Forseti skýrði frá því að félaginu
bærist nú þegar fjöldi erlendra
flugtímarita og væri varla vansa-
laust að hafa ekkert til að láta á
móti. Efni væri nóg fyrir hendi í
slíkt rit, það mundi verða mikil
auglýsing fyrir landið út á við í
heild sinni og loks væri hægt að fá
langdrægt upp í kostnaðinn með
því að tryggja sér auglýsingar frá
olíufélögum þeim, sem hér starfa.
Ráðgert var að ritið yrði í 4 bl.
broti með 16 lesmálssíðum til að
byrja með og 8 auglýsingasíðum,
prentað á vandaðan pappír í lit-
prentaðri kápu. Framan á henni
skyldi vera kort af „Norðurleið-
inni“.
Forseta falið að leita nákvæmra
verðtilboða og tryggja auglýsingar.
Aðalfundur ákveðinn miðviku-
daginn 12. maí. Fleira ekki rætt.
Agnar E. Kofoed-Hansen.
Jón Eyþórsson.
ÁRIÐ SEM LEIÐ VARÐ LOFTLEIÐUM
MJÖG HAGSTÆTT.
Árið 1956 fluttu Loftleiðir 21.
773 farþega, en það er um 5 þús.
farþegum fleira en árið áður og
nemur aukningin því 29.49% mið-
að við 1955. — Vöruflutningar
urðu 230 tonn og reyndist það
30.71% meira en fyrra ár. Póst-
ílutningar jukust um 38.93% og
aukning farþegakílómetra varð
25.13%. - Alls var flogið 3.110.098
km vegalengd á 9.911 flugstund-
um.
Á tímabilinu frá 20. maí til 15.
október voru fimm vikulegar ferð-
ir farnar milli New York og
Norður-Evrópu með viðkomu á
Islandi og auk þess frá miðjum
júlímánuði ein ferð í viku milli
íslands og meginlands Norður-
Evrópu. Upp úr miðjum október
var New York ferðunum fækkað
niður í fjórar í viku og mun svo
verða þangað til 20. maí í vor, tn
þá er ráðgert að taka upp dagleg-
ar ferðir milli New York og
Norður-Evrópu.
Loftleiðir tóku eina Skymaster-
flugvél á leigu í s. 1. ágústmánuði
og hefir félagið því nú ráð yfir
fjórum Skymasterflugvélum. Frá
því í haust hafa þó ekki nema þrjár
verið í förum í senn, þar sem ein-
hver ein þeirra hefir jafnan verið
bundin við hina lögskipuðu árlegu
skoðun og eftirlit.
Á s. 1. hausti lagði félagið niður
ferðirnar til Luxembourg, en mun
hefja þær aftur að vori með við-
komu í Glasgow.
38 - FLUG