Herjólfur - 01.09.1940, Qupperneq 7
HERJÓLFUR
5
skyndimyndum úr daglegn lífi Eyja-
skeggja.
Áður en ég geri það, finnst mér
þó sem ég verði að lýsa sjálfum íbú-
unum, og þá einkum hinum hrein-
ræktuðu Eyjaskeggjum að nokkru,
eins og mér finnst ég hafa kynnst
þeim. Hygg ég að ég geti það með
fáu betur, en að taka tvö stutt dæmi
um framkomu Eyjarskeggja undir
ólíkum kringumstæðum.
Annað þeirra gerist á Þjóðhátíð
Vestmannaeyinga, en hún er fyrir
löngu orðinn landskunnur mannfagn-
aður. Eitt af skemmtiatriðum, sem
þar fara þá fram, er bjargganga og
bjargsig. Fer það fram í hamri ein-
um inni við Herjólfsdal og nefnist sá
hamar Fiskhellanef, sökum þess, að
í skútum þar uppi í berginu, hertu
sumir Eyjarskeggja áður fisk sinn.
Er klettur þessi eða hamar svo, að
hann slútir allmikið fram yfir sig,
og virðist þess vegna ógengur þeim,
sem ekki þekkja hina frábæru bjarg-
fimi Vestmannaeyinga. Þennan dag
eru það tveir af beztu bjargmönnum
Eyjanna, sem þar sýna fimi sína, og
horfir mannf jöldinn á með undrun og
aðdáun, og þeir af honum, sem eru
aðkomumenn, með nokkrum ótta
á hvernig þessir tvímenningar þræða
örmjóar sillur og stalla, þar sem vart
virðist fótfesta nein, eða vega sig með
handafli upp á brúnir, þar sem þeir
virðast aðeins geta tyllt fingurgóm-
unum. Vaxtarmunur þessara tveggja
manna er nokkur og fer sá, sem hærri
er, á undan.
Á einum stað, þar sem bergið slút-
ir fram yfir sig, verður sá, sem fyrr
fer, að halla sér út frá berginu og
seilast upp á næstu sillubrún, en hún
er það hátt undan, að hann aðeins
nær þangað með fingrunum. Samt
gengur honum vel og vegur hann sig
hratt og öruggt upp á hana, en fætur
hans og líkami svífa í lausu lofti á
meðan út frá berginu í allt að 50
metra hæð yfir höfðum áhorfenda.
Þegar hann er kominn upp á silluna
og búinn að ná þar sæmilegri stöðu,
býst hann til að teygja hendur sínar
niður fyrir brúnina til aðstoðar þeim
lágvaxnari, sem á eftir fer, og sem
ekki getur með neinu móti teygt það
Sf'lalldót (ðlafsson
íöggíííut zafoívÆj.ameíslaví
Þingholtsstræti 3. — Sími 4775.
Viðgerdarverkstœði fyrir
Rafmagnsvélar og Rafmagnstœki
RAFLAGNIR allskonar.
Hamingjusömustu
Trúlofunarhringarnir
eru frá SIGURDÓR
Hainarstræti 4. — Reykjavík.
Vestmannaeyingar!
Úskar Sigurdsson, tekur á
móti pöntunum, hann hejir
einnig hringamál. —