Herjólfur - 01.09.1940, Side 8

Herjólfur - 01.09.1940, Side 8
6 HERJÓLFUR H.F. HAMAR <§ímn.: r§£amav, ééZei/fiýamÆ. Símav: J2880, £88/, £885. VÉL AVERKSTÆÐ I KETiLSMlÐJA JÁRNSTEYPA Framkdsmum allskonar viðgerðir í skipum, gufuvélum og mótorum, ennfrem- ur rafmagnssuðu, logsuðu, köfunarvinnu. S M í ÐII M : Gufukatla, Drcgnóta- vindur, Handrið o. fl. STEYPUM: Glódarhöfuð, Ristar o. f!. úr sér, að hann nái handfestu á brún- inni. En slík aðstoð er ekki allskosta að skapi þess lágvaxna, þó boðin sé í beztu meiningu. I stað þess að grípa í hinar fram réttu hendur, stekkur hann upp ... svífur brot úr sekúndu í lausu lofti .. . en stökkið heppnast og hann nær festu með fingrum sín- um á brúninni og vegur sig upp á silluna til félaga síns, með örskots hraða. . .. Þarna mátti ekki hárs- breidd muna, svo- hann lægi ekki dauður og limlestur við fætur áhorf- enda, hjá rótum bjargsins ... Hitt dæmið er víðkunnara og stutt síðan sá atburður skeði. En það er sund Einars Sigurðssonar kaupmanns og útgerðarmanns í gegn um brim- garðinn austur við sand, fyrir nokkr- um dögum síðan. Einar hafði verið í ferðalagi uppi á landi, eins og það er kallað í Eyjum, en þurfti, vissra orsaka vegna, að komast aftur út til Eyja á vissum degi. Kom og bátur til að sækja hann, en þá hittist svo á, sem oft kemur fyrir, að ófær var lending við sandana sökum brims. Ekki var það þó Einari að skapi, að láta slíkt aftra sér farar. Út vil ek, hugði hann líkt og Snorri forðum. Afklæddi hann sig því í sandinum, gekk fram að brimgarðinum unz löðr- ið tók honum að herðum og beið þar lags. Er það fékst, steypti hann sér fram af marbakkanum og kafaði gegnum brimið og undir hvern sjó, unz hann náði til bátsins. Hélt svo ferð sinni áfram til Eyja, eins og hann hafði ákveðið. Ég tek þessi tvö dæmi sem sérstök til lýsingar á skapgerð Eyjaskeggja, sökum þess, að mér finnast þau sýna glöggt, þá eiginleika, sem að mínu áliti eru þar mjög áberandi. Hina mikiu og skilyrðislausu dirfsku, hina öruggu viljafestu og síðast en ekki sízt hins mikla þreks, sem þessu tvennu er þar svo oft samfara. Getur engum dulist, sem það athugar, að þessir eiginleikar eru ekki til komnir fyrir duttlunga kynblöndunar eða annars, heldur eru það hinar óvenju- legu aðstæður, hin harða lífsbarátta fyrir daglegu brauði, sem kynslóð eftir kynslóð hefir verið þar háð, við björg og brim, sem mótað hafa og hert skapferli og líkamlegt atgerfi

x

Herjólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Herjólfur
https://timarit.is/publication/1871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.