Herjólfur - 01.09.1940, Qupperneq 9
HEEJÖLFUB
7
Eyjabúa, gert þá að sannnefndum
víkingum í nútíma merkingu þess
orðs.--------
Þá ætla ég að biðja ykkur, lesend-
ur, að reyna að bregða ykkur í anda,
eins og þar stendur, með mér- til
Vestmannaeyja.
Það er um kvöld í byrjun marzmán-
aðar. Hljótt er í bænum og fátt
manna á ferli.
Innan skamms er kvöldkyrrðin rof-
in af þungu fótataki karlmanna, sem
koma hvaðanæfa úr húsum og halda
niður að sjó. Flestir þeirra halda á
sjóstökkum eða öðrum hlífðarfötum
undir hendi og eru með sjóhatta á
höfði. Einnig bera þeir kistla litla,
það eru nestisgeymslur þeirra, því
þessir menn eru að leggja af stað í
róður.
Og nú fer að heyrast allskonar
skarkali frá beituskúrunum og höfn-
inni. Vagnhjólaskark og vélaslög,
saman við köll og fyrirskipanir. Þeirn
bátum, sem legið hafa úti á höfninni,
er nú haldið upp að bryggjum. Nú
fer að f jölga um annað fólk á götun-
um. Sumt af því heldur ofan að
bryggjum, en margt af því fer út á
Skans, en svo er upphlaðin hæð ein
nefnd, sem stendur á ströndinni við
víkina, rétt fyrir ofan syðri hafnar-
garðinn. Er þessi hæð í raun og veru
gamalt vígi, og hið eina, sem til hefir
verið í sæmilegu ásigkomulagi hér á
landi .. . fram að þessum dögum.
Þarna nemur fólkið staðar, ungar
stúlkur, börn, eldri konur og menn, í
einum þögulum hóp eins og það
vænti einhvers sérstaks atburðar. —
Innan skamms hækka vélaslögin,
taktföst eins og hrynjandi lags,
hljóma þau í næturkyrrðinni og berg-
mála í hamraveggjunum. Einn og
einn bátur heldur út fyrir hafnar-
garðana ... út undir Klettsnefið; þar
lækka vélslögin og bátarnir nema
staðar, eins og einnig þeir séu að
bíða eftir einhverju sérstöku.
Eftir nokkra stund eru komnir
þarna margir bátar, ef til vill yfir
fimmtíu eða sextíu. Þeir nema allir
staðar þarna ... mynda nokkurn
veginn beina línu með björtum og
kvikandi ljóskerum sínum á stögum
og siglutrjám. Það er eitthvað heill-
andi ög fagurt við alla þá ljósadýrð,
Brunatrygginga r.
Lausafé, þar á meðal
fiskbirgðir í húsum og
stökkum, hjá útgerðar-
mönnum, brunatryggir
með beztu fáanlegum
kjörum.
Brunabótafélag fslands
Umboðið í Vestmannaeyjum.