Herjólfur - 01.09.1940, Page 15

Herjólfur - 01.09.1940, Page 15
HERJÓLFtTR 13 um árum úti í Hull og við gerðum okkur þar glaðan dag saman. — Þetta er mesti fagnaðarfundur á báða bóga. — Veiztu, að það er ball á Ála- fossi í kvöld? spyr Jón fyrirvara- laust, áður en við höfum almennilega heilsazt. Og svo, án þess að bíða svars: — Við þangað! Það varð úr, að við ákváðum að skreppa upp að Álafossi og athuga ganginn þar. Fyrir utan bifreiðastöðina stóð 18- manna bíll, næstum alskipaður fólki. Þarna sitja tvær illa málaðar sveita- stúlkur með pækilsaltaðar hendur á la Laxness, önnur við aldur. Verzlun- arfólk, slæpingjar, vinnukonur, sjó- menn — nei, er sem mér sýnist? Já, þarna situr Gvendur Páls í aftasta sæti og brosir gleitt til okkar. Við Jón hlömmum okkur niður hjá hon- um, því vitanlega þekkjum við Gvend Páls — þ. e. a. s. þeir Jón hafa að vísu ekki sézt fyrri, en ég þekki hann vel, og það gerir sama gagn. Brátt eru öll sæti skipuð, og er þá lagt af stað. Strax og komið er inn fyrir bæinn, hefst söngur í hverju horni. Sönghópamir eru ýmist tveir eða þrír. Okkur þremenningunum þykir skammarlega lítið tekið eftir okkar ágæta tríói. Herðum við því sönginn og kyrjum þríraddað, fyrst á dönsku, til þess að slá hina út: ,,Jeg elsker dig, jeg elsker dig .. aftur og aftur. Og svo: ,,Det var en Lördag-aften, jeg sad og vented’ dig“ — fullum hálsi. Gamlir og góðir kunningjar, eins og t. d. „1 birkilaut —“, „Yfir kald- an eyðisand“, Enginn grætur íslend- ing“ o. s. frv., steinþögnuðu og drógu sig í hlé með lítillæti Mörlandans gagnvart því útlenzka. Við þóttumst nú hafa unnið þann sigur, að óhætt myndi að reyna eitt- hvað íslenzkt. Fundum við eftir nokkurt þras mátulega tóna og byrj- uðum á „Eg elska hafið æst, er stormur gnýr--------“. En hvað haldið þið, að komi fyrir? Við erum blátt áfram æptir niður af einhverjum dóna, sem gerir alveg óforsvaranlegan hávaða undir slíkum kringumstæðum, og skipar okkur að hætta þessum söng. Trúlofunarhringar. Ur og Klukkur. Borðbúnað og Skrautgripi. Jón Sigmundsson gulismiður Laugaveg 8. — Sírai 3383. — Reykjavík. Povl Ammendrup KLÆÐSKERI Grettisgötu 2. — Sími 3311, heima 3896. Efni tekid til saumaskapar. Annast allskonar vidgerdir. I. flokks klæðaverzlun 09 sanmastoía.

x

Herjólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Herjólfur
https://timarit.is/publication/1871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.