Herjólfur - 01.09.1940, Page 17
HERJÖLFTJR
15
fyrir mikil þyrping af fólki og bíl-
um. Gátum við hvergi komið auga á
vin okkar úr bílnum og förunaut
hans. Var ég því satt að segja feg-
inn, því að kvöldkulið hafði þau
áhrif á mig, að ég kærði mig ekki
um neinn hildarleik — enda er ég
friðsemdarmaður, eins og þið vitið.
Gvendur og Jón voru þess albúnir
að hefja leit að piltinum, en mér
tókst að fá þá ofan af því.
Ballið var eins og þið þekkið:
Harmonikumúsik í hviðum, eins og
útsynningur eða ekkasog í gamal-
menni. Allar hugsanlegar tegundir af
fólki, klæðnaðurinn svo sundurleitur,
sem verða má, og skótauið frá flat-
botnuðum hælbandaskóm, upp í
nokkra þumlunga prikhælaskó. Enn-
fremur strigaskór og hnallar. Fjöl-
margir ölvaðir, flestir syngjandi.
Dansað í frökkum með höfuðföt,
reyktir vindlingar í dansinum. Rekið
út á hálftíma fresti.
Á að gizka í 3. eða 4. hálftíma
rakst ég á piltinn, sem verið hafði
með hinum unga sjóhatara í bílnum.
Hann var einn.
— Hvað hefurðu gert af vini okk-
ar? spyr ég.
— Ég lagði hann til hjá kunningja
mínum, sem vinnur hérna upp frá.
Hann hefir gott af nokkurra stunda
svefni.
Við gengum saman út í nóttina,
tylltum okkur á þúfnakolla og feng-
um okkur einn lítinn.
— Ég geri ráð fyrir, að ykkur
hafi þótt kynleg framkoma hans í
bílnum, en það er kannski ekki að
ástæðulausu.
— Ja, ég verð að segja, að mér
þótti hann haga sér svona fremur
naglalega, anzaði ég.
— Já, en ég býst fastlega við, að
þú munir finna honum nokkuð til af-
sökunar, ef ég segi þér sögu hans.
Ég segi ykkur söguna, eins og
maðurinn sagði mér hana:
Hann átti heima í sjávarþorpi hér
sunnan lands. Faðir hans var formað-
ur á litlum vélbát og elzti bróðir hans
reri á sama bátnum. Þegar vinur
okkar — hann heitir reyndar Adólf
Pálsson — var tólf ára, fórst bátur-
inn með allri áhöfn, rétt utan við
lendinguna. Fjöldi fólks, og þar á
Sláturfélag
Suðurlands
Reykjavík. - Sími 1249.
Símnefni: Sláturfélag.
c<2>íáíur/iús.
EFri/sfífiúS.
‘áBjúgnagerð.
‘EBZíðursuðu-
verksmíðja.
EJEei/Æfiús.
Landsins fullkomnasta úrval af
innlendum matvörum.
Heildsölubirgðir frá
Eggjasölusamlagi Reykjavíkur