Herjólfur - 01.09.1940, Qupperneq 18
16
HERJÓLFTJB
Vélsmíði
Rennismíði
Málmsteypa
Eldsmíði
Smíðum: Togvindur
í vélbáta.
Sterkar,
einfaldar
og auðveldar
í notkun.
Smíðum einnig:
Dragnótavindur,
Afdráttarvélar
o. fl. o. fl.
meðal Adólf litli, horfði á þetta
hörmulega slys, en enginn mannlegur
máttur megnaði að hjálpa.
Ég þekkti þetta fólk vel — ég er
fæddur og uppalinn í sama þorpi —
og ég ætla ekki að lýsa neitt hinum
bágu ástæðum þess, eða hinum erfiðu
árum, sem nú komu. Það rættist
raunar úr fyrir þeim seinna. En ég
ætla bara að segja þér annað atvik
úr lífi þessa unga manns. Þegar hann
var tvítugur — það eru nú rétt sjö
ár síðan — var hann trúlofaður in-
dælli stúlku. Á kvöldin, eftir vinnu,
sigldu þau oft út fyrir höfnina á litl-
um seglbát, sem hann átti, ofurlítilli
kænu. Kvöld nokkurt, síðla sumars í
bezta veðri, sáu menn á eftir bát-
krílinu út fyrir hafnartangann. Morg-
uninn eftir fannst Adólf örmagna og
rænulítill á kili, — en hún var horfin.
Hann gat aldrei sagt, hvernig slysið
bar að, en menn töldu víst, að ein-
hver hrinan úr fjallaskörðunum, sem
stundum koma fyrirvaralaust í land-
nyrðingi, hefði hvolft bátnum. —
Svona var nú sagan. Mér fannst
ég heyra fyrir eyrum mér hinn hjá-
róma söng Gvendar Páls: „Ég elska
hafið æst, er stormur gnýr, ég elska
það, er kyrrð og ró þar býr-------“
Ég sat lengi á þúfnakollinum, þegj-
andi og niðurlútur, og ég vissi ekk-
ert, hvað ég átti að segja ...
ÁbyrgSarmaður: Ragnar Magnússon.