Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1941, Side 18

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1941, Side 18
lí) tii lífsi'ramfæris, þegar verðgildi peninga er lægst, yrði hiin óeðlilega há, þegar verðgildi peninga er hæst. Er auðvelt að gera sér grein fyrir því nieð því að hugsa sér, að þau hefðu haft handa á milli árlega á tímabil- inu 1930—1939 þá krónutölu, sem þurft hefur til lífsframfæris á árinu 1942. Lítil tök mundu hafa verið á að útvega þeim hana, enda hefði kaupgeta þeirra þá orðið íneiri en flestra verkamanna, einnig þeirra, sem \innu höfðu. Það mun óhætt að ganga lil frá því, að ekki sé unnt að sjá vel fyrir framfærslu g'amalmenna og öryrkja með öðrum hætti en þeim, að krónu- tala lifeyrisupphæðanna breytist i beinu hlutfalli við verðlag á lífsnauð- synjum þeirra. C. Bollaleggingar. Við framfærslu gamahnenna og öryrkja má greina á milli þriggja höfuðforma, sem venjulega eru blönduð saman á ýmsa vegu. Þessi þrjxi form eru: einkaframfærsla, elli- og örorkutryggingar og forsjá hins opinbera. Einkaframfærslan er elzta formið, og ber hiin enn i dag mestan hlua byrðarinnar í flestum löndum. Sé hiin ein um hituna, verður hver einstaklingur að sjá fyrir sér sjálfur. Geti hann það ekki, verður hann að leita á náðir annarra einstaklinga, svo sem æftingja, vina eða fyrri hiisbænda. Séu engir slíkir aðilar fyrir hendi, verður viðlcomandi að devja drottni sínum. Tryggingaformið hefur aðallega rutt sér til riiins í seinni tíð. Fyrirkomulag Jress er talsvert mismun- andi eftir löndum, bæði að því er snertir tekjuöflunina og réttindi gam- almennanna og öryrkjanna. Það er nú viðurkennt í öllum menningarlöndum, að því opinbera heri skylda til að sjá gamalmennum og öryrkjum, sem ekkert hafa fyrir sig að leg'gja, fyrir nauðþurftum. Framlög þess opinbera til Jxessara framfærslumála eru harla misjöfn eftir löndum, svo og allt fyrirkomu- lag þeirra. Ekki eru tök á að fara út í þá sálma hér. Eins og sakir standa, byggist framfærsla gamalmenna og öryrkja liér á landi fyrst og fremst á einkafrainfærslu, en hið opinhera hleypur undir hagga á þeim stöðum, sem þörfin er mest. Þau lagaákvæði urn þátttöku hins opinbera i framfærslunni, sem mestu máli skipta, eru í VI. kafla alþýðutryggingalaganna, er fjallar um ellilaun og örorku- bætur. Það eru bæjar- og sveitarstjórnir, sem ákveða, hvaða gamalmenni og öryrkjar skuli fá ellilaun eða örorkubætur. Úthlutunin miðast við þarfir einstaklinganna, og er tekið tillit til tekna og eigna viðkomandi gamalmennis eða öryrkja, en jafnframt höfð hliðsjón af fjárhagsástæð- um nánustu ættingja og venzlamanna. Talsvert vantar þó á, að úthlut- unin sé framkvæmd á sama hátt alls staðar á landinu. Til úthlutunar- innar á hverjum stað koma þrenns konar fjárframlög, óg eru þau öll beint eða óheint tengd fjárhag viðkomandi bæjar- eða sveitarfélags. Framlög þessi eru: 1) Framlag ixr hæjar- eða sveitarsjóði eftir ákvörðun

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.