Heimili og skóli - 01.08.1946, Qupperneq 11
HEIMILI OG SKÓLI
81
Elskandi brúðhjón!
Við þetta tækifæri minnist ég und-
urfagurrar líkingar, er postuli Krists
hefur gefið oss um elskuna. Að íklæð-
ast elskunni. Og þessi fagra líking um
að gjöra elskuna að starfandi og
áþreifanlegum mætti í lífi sínu, svo að
hún verði eins augljós og verndi og
veiti skjól eins og fötin, sem vér göng-
um í, minnir mig á frásögn vinar míns.
Sendiboði Guðs var á ferð á jörðunni.
Hann átti að virða fyrir sér mannlífið,
þessi engill hins almáttuga, og svo
skýra frá, hvað hann sæi, frammi fyrir
hástóli Guðs.
,,Eg sé,“ sagði engillinn, „að allir
menn eru ófullokmnir. En innst í
hjarta hvers og eins er hreinn og
heilagur blettur, er þú hefur, Guð,
umritað með fingri þínum. Þar vex
jurt, sem aldrei fölnar og aldrei deyr.
Á blöð hennar er ritað lögmálið um
sælu og gleði, æðsta unað. — Þessi rós
getur aldrei dáið, því að nafn hennar
er kærleikur. Og nú er það óskin mín
ykkur til handa, kæru brúðhjón, að
þið í hjónabandi ykkar reynið sann-
leika líkinganna. Að þið í daglegri
umgengni íklæðist elskunni, sem er
band algerleikans. Að þið sjáið hvort
í öðru engil Guðs og hvort í annars
hjarta rósina, sem aldrei deyr. Af því
að hún heitir kærleikur — og í sál
hvors annars sjáið þið þá björtu fram-
tíðarmynd, sem þið kappkostið að líkj-
ast.
Hve unaðsríkt er það heimili, þar
sem krleikurinn þannig stjórnar, eins
og skáldið lýsir því:
Hvar, sem ég lít, er ljósbrott eitt,
í litlu stofunni er bjart og heitt,
frá dagstriti hvílist þar höfuð þreytt
í heimilisfriðarins ríki.
Sem barnsaugu horfi inn í hjarta mér
með himneskan unað í för með sér.
Hvert smávægið ilríki og birtu ber
í brjóst mér í engilslíki.
Guð gefi ykkur náð til þess að njóta
fórnandi kærleika hvors annars og
gjöra heimili ykkar að himnaríki á
jörð. Guði gefi ykkur náð til þess að
finna hvort í annars kærleika boðskap-
inn um lífið og ódauðleikann. Guð
gefi ykkur náð til þess að vera honum
vígð í allri ykkar sambúð og íklæðast
elskunni í nafni Jesú Krists. —
Verði heimili ykkar vináttunnar
ríki. Skyldan sé þar drottning, bjart-
sýnin blíð móðir og kærleikurinn kon-
ungur.
Verði heimili ykkar helgur friðar-
staður. Ríki þar eining elskandi
hjartna. Sigri þar máttur guðlegra
gáfna. Blómgist þar allt, sem blessun
veldur.
Verði heimili ykkar helgur staður,
þar sem Guð er allt í öllu. Frelsarinn
Kristur verndar og vakir. Sannleikur
ríkir sólu bjartari. Hugsjónir heilagar
hefja lífið heilögum anda Guðs. —
Amen.
Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu
fermingarræða eftir séra Halldór Kol-
beins, og nú kemur hér stutt hjóna-
vígsluræða, en séra Halldór gefur aldr-
ei svo saman hjón, að hann flytjí ekki
ræðu, og tel ég það góðan sið. Brúð-
kaupsdagurinn er og verður alltaf ein-
hver merkasti viðburður í lífi hvers
manns, því ber að gera þann dag
virðulegan og hátíðlegan í senn. Það
er annars eftirtektarvert og jafnframt