Heimili og skóli - 01.08.1946, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÖLl
83
fundizt það fulllangur tími. Nú ætlast
nýju lögin til þess, að yngri deildin
hafi að meðaltali 21 kennslustund á
viku alls. Mun þá hugsað, að 7 ára
börnin fái 18 st. á viku, 8 ára börnin
21 st. á viku og 9 ára börnin 24 st. á
viku ,eða því sem næst, því að senni-
lega verður þetta eitthvað jafnað til
með vor- og haustskólum yngri deild-
arinnar, þar sem kennsludagurinn
verður eitthvað lengri.
Þetta atriði í hinni nýju löggjöf er
mjög athyglisvert fyrir foreldra og
skóla, hvort sem mönnum líkar það
nú betur eða verr. Því að það er sjáan-
lega mjög nauðsynlegt að leggja hina
mestu áherzlu á að gera börnin
snemma næs, svo að þau komizt yfir
þennan alvarlega þröskuld á veginum.
Ekki svo mjög vegna þess, að þetta sé
einhver stóridómur yfir hæfileikum
þeirra og getu síðar meir, því að sum
börn eru mjög seinþroska, eins og vit-
að er, heldur miklu fremur vegna
hættu á minnimáttarkennd, sem er
bölvaldur á þroskaleið allrar æsku. —-
Það getur því hér eftir haft hinar al-
varlegustu afleiðingar að vanrækja
nám barna innan 10 ára aldursins, en
það hefur því miður oft verið gert,
þegar börnin áttu ekki að koma í
skóla fyrr en 10 ára gömul.
Þetta er því ný og alvarleg áminn-
ing til þeirra, sem eru með þessi mál
enn í þeirri óreiðu, að geta ekki kom-
ið heimilunum til hjálpar með lestr-
arkennsluna fyrr en í ótíma. Þar verða
heimilin sjálf að bjarga þessu í bili,
en það mun að sjálfsögðu reynast
mikil nauðsyn víðast hvar, eða alls
staðar, að knýja fram það fyrirkomu-
lag á þessum málum, sem ætla má að
verði fært um að veita þá aðstoð1 við
nám hinna yngri barna, sem nægi til
að koma þeim yfir þennan þröskuld
við 10 ára aldurinn.
Og í bæjunum mun þetta verka
þannig,. að undanþágur yngri barna
frá vor- og haustskóla koma varla til
greina héðan af. Þeim mun flestum
ekki veita af sínum tima til þess að
geta flotið inn í eldri deildina.
Síðara atriðið, sem ég vil hér drepa
á, er það, að börnin eiga nú að ljúka
fullnaðarprófi úr barnaskóla á því ári,
sem þau verða 13 ára í stað 14 ára áð-
ur, og heitir þetta próf ekki lengur
fullnaðarpróf, heldur barnapróf. Þetta
próf mun sennilega verða svipað og
fullnaðarprófin hafa áður verið, þótt
það sé tekið einu ári fyrr, því að ætlað
er, að börnin komi betur undirbúin
í eldri deild skólans en áður, en það á
prófið við 10 ára aldurinn að tryggja.
Það má því með réttu segja, að veru-
legt nám barna færist aftur um 1 ár,
að börn við 13 ára aldur eigi að vera
svipuð á vegi stödd og 14 ára börnin
áður. — Aldursflokkar skólaskyldunn-
ar því aðeins sex nú í stað 7 áður, því
að 14. árið heyrir unglingadeildinni
til.
Þetta, að taka þannig ofan af barna-
skólunum 14. árið, er réttlætt með því,
að barnaskólinn spenni yfir of stórt
þroskasvið, 7—14 ára, og að 14 ára
börnin flest séu svo miklu þroskaðri
en áður, að þau geti tæplega talist
lengur börn og eigi fremur samleið
með unglingum á 15. og 16. ári. Hefi
ég áður bent á þetta í sambandi við
þær mælingar á börnum, sem fram
hafa farið á sl. áratug, og eru að mestu
samhljóða reynslu annarra Norður-