Heimili og skóli - 01.08.1946, Blaðsíða 17
HF.IMILI OG SKÓLI
87
, ,Já, hann var skammsýnn maður allan
aldur
og utar sínum verklrring sá ei hót,
þau orð, sem áttu að hrífa hjartans rót,
þau hurfu’ honum sem bjallnaglam
og skvaldur.
Þjóð, föðurland og allt, sem hátt er
hafið.
var honum jafnan þokuskýjum vafið.
En auðmýktin var einkunn jressa
manns,
hann var sem höggvinn kvistur kirkju
og ríki.
Hann kunni ei vera þegn, en heima við
í sinna hóp, — þar var hans verksvið —
þar var hann góður, mikill, sjálfs síns
líki.
Á sína tóna hann lék í hverju Ijóði,
hans líf var strengjaspil með deyfðu
hljóði.
í kyrrð var stríðið háð og fallið hljótt.“
Guðmundur Friðjónsson hefur líka
lýst á fagran og eftirminnilegan hátt
hinum þrönga verkahring konunnar
í kvæðinu: „Ekkjan við ána“, þar sem
þessi fagra vísa er:
,,Hún elskaði ekki landið, en aðeins
jaennan blett.
af ánni nokkra faðma og hraunið
svart og grett.
Er grannarnir sig fluttu á hnöttinn
hinum megin,
hún hristi bara kollinn og starði fram
á veginn.
Nei, það fer ekki eftir því, hvar
er lifað, lieldur hvernig. — Gildi hins
þrönga hrings, heimilisins, liggur þess
vegna heldur ekki í því, að hann er
þröngur, heldur í því, að hann skapar
mönnunum ákveðin skilyrði, þar sem
sumt af því, er þeir eiga bezt í sál sinni,
nýtur sín og þroskast betur en annars
staðar.
Mun ég nú að síðustu reyna að draga
fram í hverju þessi verðmæti heimil-
isins eru fólgin, og hvers vegna okkur
konunum ber að líta á stöðu okkar
þar sem réttindi, er við eigum kröfu
til að eignast, köllun, er við séum
bornar til. — Þetta er auðvitað móður-
réttindi konunnar með þeim skyldum,
sem honum fylgja. — Ég hygg, að eng-
in kona finni sjálfa sig til fulls fyrr en
hún verður móðir. Með því eðli sínu
hlýtur hún að standa í miklu nánara
sambandi við lífið en karlmaðurinn.
Hún situr eiginlega við uppsprettu
þess og teygar af lindum þess. — Allt
annað, sem bundið er við eðli kon-
unnar sem móður, er frá þessu runnið
og skilst aðeins gegnum þetta eina.
Hún hefur drukkið lífsins vatn. Því
hvaðan ætti annars að stafa þessi marg-
lofsungni móðurkærleikur og fórnfýsi
sú og þróttur, sem við þann eiginleika
eru bundnir?
Nú má segja, að þessi hlið hins kven-
lega eðlis krefjist ekki heimilis. Kcnur
geta átt börn, án þess að eiga heimili,
og til þess ætlast þær þjóðmálastefnur
og Jreir menn, sem amast við heimil-
unum. En þeir sömu menn ætlast
heldur ekki til, að mæðurnar ali upp
börn sín, eins og ég hef áður minnst á.
Vel má vera, að þessir menn hafi á
réttu að standa um það, að undir eftir-
liti ríkisins sé hægt að veita börnunum
eins góða, og kannske oft betri, líkam-
lega aðbúð og aðhlynningu, og frá
sjónarmiði efnishyggjunnar er það
nægilegt. — En hver sér um andlegu
hliðina? — Ég á ekki við, að ríkið geti
ekki séð munaðarlausum börnum fyr-