Heimili og skóli - 01.08.1946, Page 21
HEIMILI OG SKÓLI
91
Kassinn á hillunni.
Vinur minn nokkur var einn af átta syst-
kinum, og faðir hans varð að horfa í hvem
skilding, svo að laun hans hrykkju til. Þeg-
ar eitthvert barnanna bað um peninga til
að kaupa sér eitthvað, t.d. bolta eða háls-
festi, tók faðir þeirra peningana upp úr
buddunni. En hann rétti baminu þá ekki,
hverjum flokki innan 9 mánaða ald-
u rs.
Tnla Dauðsf. Dauðsf.
barna Tala %
Alveg á brjósti 9749 15 0,15
A brjósti og pela 8605 59 0,7
Pelabörn 1707 144 8,4
Það dóu m. ö. o. 56 sinnum fleiri
pelabörn en brjóstabörn. Þessi út-
koma getur ekki verið tilviljun, staf-
andi af því, að börnin hafi verið valin
sérstaklega eða tala þeirra verið of lág.
Rannsóknin tók yfir öll þau börn, sem
komu á miðstöð ungbarnaverndarinn-
ar („Infant Welfare Centre“) í Chica-
go, og tala barnanna er ekkert smá-
ræði, eða álíka og fæðast hér á landi á
8 árum. Mismunurinn á dánartölunni
innan flokkanna hlýtur því að liafa
ákveðnar orsakir og sannar betur en
langar prédikanir þýðingu þess, að
börnunum sé gefin hin eina rétta ung-
barnafæða, sem þau eiga heimtingu á,
móðurmjólkin. Þessar tölur sýna enn-
fremur, að þrátt fyrir hinn lága ung-
barnadauða hér á landi, fara mörg líf
forgörðum, sem auðvelt væri að
bjarga, ef allar mæður gerðu skyldu
sína. („Nýjar leiðir“).
heldur sagði: „Eg ætla að setja peningana
þína í kassann héma á hillunni. Þú mátt
ekki snerta þá í viku. Ef þig langar þá enn
til að kaupa þér bolta, þá máttu taka pen-
inga fyrir hann úr kassanum. En ef þú ert
kominn á aðra skoðun, og þig langar ekki
svo mjög mikið í boltann, þá máttu taka
peningana og leggja þá í bankabókina þína.“
Þessu hélt faðirinn áfram öll æsku- og
unglingsár barnanna. Og öll áttu þau orðið
álitlega upphæðir í banka, sem þau voru
mjög hreykin af. Jafnframt lærðu þau að
meta mikils þau leikföng eða þá hluti, sem
þau keyptu.
(Urval: Alison Quinn).
Stóðust ekki prófið.
Gamansamur, en merkur kennari, sem
látið hefur af störfum fyrir nokkru, hafði
fyrir fáum árum undir höndum bekk, sem
þótti mjög eftirtektarlaus í kennslustundum.
Eitt sinn sagðist kennari þessi hafa gert til-
raun með athygli barnanna, sem var á
þann veg, að dag nokkurn í miðri kennslu-
stund kvaðst hann allt í einu hafa farið að
tala við þau á ensku. — Enginn í bekknum
tók eftir þessari nýbreytni.
Misnotkun á jjjóðsöngslögum.
Það hefur oft verið vakin athygli á því,
hve óviðeigandi það væri, að við notuðum
þjóðsöngslög ýmissa þjóða við venjuleg
dægurljóð, sem sungin eru við hversdagsleg
tækifæri seint og snemma. Hér ættu skól-
arnir að hefjast handa og kippa þessu i lag.
Og þó að lög þessi séu vinsæl, og ef til vill
nálega samgróin ljóðunum, sem þau eru
notuð við, ætti þó að vera hægt með tím-
anum að þoka þeim til hliðar, og það því
fremur sem til munu vera falleg, íslenzk lög
við alla þessa umræddu texta. Það, sem
skólarnir einfaldlega þurfa að gera, er að
kenna börnunum hin íslenzku lög við þessa