Heimili og skóli - 01.08.1946, Qupperneq 22
92
HEIMILI OG SKÓLI
texta og munu þá hin smátt og smátt hverfa.
Við getum reynt að gera okkur grein fyr-
ir, hvernig okkur myndi verða við, ef við
kæmum til einhvers af Norðurlöndunum
eða Englands og heyrðum þar einhverja
hversdegslega gleðisöngva sungna undir
hinu dýrðarlega lagi „O guð vors lands“. Það
er því sjálfsögð skylda okkar að bera einnig
virðingu fyrir þjóðsöngvum annarra þjóða
og temja okkur enga misnotkun á þeim.
Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarð'ar
Heimili og skóla hefur fyrir skömmu
borizt skýrsla um störf Sjómanna- og gesta-
heimilis Siglufjarðar árið 1945. StúkanFram-
sókn starfrækti heimilið eins og að undan-
förnu, og starfaði það að þessu sinni frá 22.
júní til 30. sept. Aðsókn að heimilinu hefur
aldrei verið meiri en þetta ár. og sýnir það
vaxandi vinsældir þessarar stofnunar. Sam-
kvæmt dagbók heimilisins komu þangað
15396 gestir á tímabilinu og komst gesta-
talan hæst á einum degi upp í 583. Enda
er allt kapp lagt á að gera þessa stofnun að
sem beztu og hlýlegustu heimili fyrir hina
mörgu heimilislausu gesti, sem þarna koma
yfir síldveiðitímann, og má óhætt fullyrða,
að öll þjóðin stendur í þakklætisskuld við
þessa stofnun og þá menn, sem hana reka.
Nú hafa forráðamenn heimilisins hug á
að færa enn út kvíarnar, og þá helzt með
nýrri og fullkominni byggingu.
í stjórn Sjómanna- og gestaheimilisins
eru: Pétur Björnsson kaupmaður, Andrés
Hafliðason forstjóri og Óskar J. Þorláksson
sóknarprestur.
Islendingasögur á norslcu.
Elzta barnablað Norðmanna — „Norsk
Barneblad“ — hefur nýlega gefið út á
norsku landsmáli tvær af Islendingasögum
okkar til lestrar fyrir börn. Það eru Fljóts-
dæla og Finnbogasaga. Forsíðumynd fylgir
af íslenzkum bóndabæ.
Kennaraþing.
Fyrir skömmu er lokið 9. fulltrúaþingi
Sambands íslenzkra barnakennara í Reykja-
t, ' " ?
HEIMILI OG SKÓLI
Tímarit um uppeldismál
Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar
Ritið kemur út f 6 heftum á ári, minnst
20 síður hvert hefti, og kostar árg. kr.
10.00, er greiðist fyrir 1. júní.
Útgáfustjóm:
Snorri Sigfússon, skólastjóri.
Kristján Sigurðsson, kennari.
Hannes J. Magnússon, yfirkennari.
Afgreiðslumaður:
Sigurður Jónsson skrifstofumaður, Eyrar-
landsveg 29.
Innheimtumaður:
Eiríkur Sigurðsson, kennari, Hrafnagils-
stræti 12, sími 262.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, Páls Briems-götu
20, sími 174
Prentverk Odds Bjömssonar
jl--------------■ ■ ---------J
vík, og hafði það mörg merkileg mál til
meðferðar. í stjórn sambandsins til næstu
tveggja ára voru þessir menn kosnir: Ingi-
mar Jóhannesson, Arngrímur Kristjánsson,
Guðmundur I. Guðmundsson, Pálmi Jósefs-
son, Guðjón Guðjónsson, Jónas B. Jónsson
of Arni Þórðarson. — M. a. var rætt um
skólalöggjöfina nýju, ríkisútgáfu námsbóka,
áfengismálin, skógrækt og dýraverndun og
ályktanir voru gerðar í öllum þessum mál-
um. Sérstök áherzla var lögð á að farið yrði
að spyma við fótum og vinna á móti þeirri
hóflausu áfengisnautn, sem nú setur svip
sinn á allt þjóðlífið. Var einkum skorað á
kennara og foreldra að leggja þar fram
krafta sína.
Skólastjórar og kermarar víðs vegar um
land eru beðnir að senda Heimili og skóla
myndir af skólum sínum, hvort sem þeir em
gamlir eða nýir, og væri gott ef myndunum
fylgdi stutt lýsing á húsinu, getið um aldur
o. fl. Þá er enn óskað eftir því að sendar
verði stuttar skólafréttir og aðrir stuttir
pistlar er snerta uppeldis- og skólamál.