Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 3

Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 3
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 6. árgangur. Sept.—Okt. 5. hefti HANNES J. MAGNÚSSON: UPPELDI FYLGIR ÁBYRGÐ - KAFLI ÚR SKÓLASETNINGARRÆÐU — ------En hvort sem námið verður hér mikið eða lítið, er eitt nauðsyn- legt; að það sé rækt vel. Sviksemi við nám er hættuleg siðferði barnsins og getur orðið vísir þeirra vinnusvika, sem eru að verða þjóðarlöstur, jafnt á hinum æðstu sem hinum lægstu stig- um þjóðfélagsins. Skólarnir og heim- ilin geta í sameiningu lagt grundvöll þess vinnusiðgæðis, sem vér þurfum að endurreisa á ný. En það getum vér með því, að kenna bömunum að vinna öll sín störf i sambandi við skól- ann með alúð og samvizkusemi. Þá sameinast fræðsla og uppeldi í einn farveg, eiqs og vera ber. Það er margra manna mál, að þegn- skapur og trúmennska séu rénandi dyggðir með þjóðinni, en ef svo er, bíður vor mikil hætta. Og ef heimilin og skólarnir rækta ekki þessar dyggðir, þá gera það ekki aðrir. Þess vegna er skylduræknin svo mikilvægt atriði í öllu skólastarfi. Og látið yður ekki detta í hug, að það skipti mestu máli, hvort nemandinn fær einkunnina 6, 7 eða 8, eða hvort deildin hans er kennd við A, B eða C. Nei, það skiptir mestu máli, að hann svíki aldrei neitt, sem honum hefur verið trúað fyrir, að hver nemandi sýni þá þegnhollustu og trúmennsku í starfi sínu, að hann geti sagt á hverju kvöldi, þegar hann leggst til hvíldar: í dag hef ég gert skyldu mína. Og þetta eiga góð skólabörn að geta sagt á hverju kvöldi. En því miður eru mismunandi að- stæður á heimilunum til að börnin eigi hægt með að gera skyldu sína, bæði viðráðanlegar og óviðráðanlegar, og vil ég þá fyrst nefna hið óhjá- kvæmilegasta af öllu, en það er kyrrð og næði. Ég veit, að víða er erfitt að fullnægja þessu skilyrði, en mikið má, ef vel vill .Annars er það alvarlegt íhugunarefni, og þá ekki sízt frá sjón- armiði uppeldisins, hversu líf vort er að verða ihávaðasamt og friðvana. Alls staðar skortir kyrrð og jafnvægi. Þetta bítur ef til vill ekki á oss, sem komum fullþroskuð inn í þetta umhverfi, en þetta hefur óhjákvæmilega alvarleg áhrif á böm vor. Reglubundið og kyrrlátt líf er hið hamingjusama og frjóa líf. Þess vegna er kyrrð og friður í heimilunum eins mikilvægt vaxtar- skilyrði og maturinn og drykkurinn. í sam'bandi við þetta vil ég vekja athygli

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.