Heimili og skóli - 01.10.1947, Page 7
HEIMILI OG SKÓLI
Ef málið er skoðað frá þessu sjónar-
miði og uppeldi barnsinis skilið sem
sameiginlegt viðfangsefni heimilis og
skóla, þá getur engum dulizt, hve mik-
il nauðsyn er á því, að þau hafi nána
samvinnu sín á milli. Ekki geta tveir
menn leyst vandasamt starf af hendi
sameiginlega, nema þeir viti vel hvor
um annars starfsaðferð. Hvað skal þá
segja um jafn flókið og fjölþætt starf
og uppeldið er? Það getur aldrei borið
fullan árangur, án hinnar nánustu
samvinnu. Það væri í alla staði eðli-
legt, að kennarar stigu fyrsta sporið til
þessa merkilega samstarfs, og eflaust
hafa margir þegar gert það, en samt á
það langt í land, að slík samvinna
verði algeng með íslendingum.
Frá því er sagt í Fóstbræðra sögu, að
Skúfur frá Stokkanesi sigldi til Græn-
lands, og brotnaði ráin í ofviðri. Á
skipi með honum voru Þormóður Kol-
brúnarskáld og maður nokkur ókunn-
ur, sem Gestur nefndist. „Skúfr mælti
þá við Þormóð: ,Vill þú skeyta rá vára
saman?‘ Þormóðr svarar: ,Ekki em ek
hagr; bið þú Gest gera at ránni; hann
er svá sterkr, at hann mun stinga mega
saman rárendunum/ Skúfr gengr þá
til Gests ok bað hann bæta rána. Gestr
svaraði: ,Ekki em ek hagr; mæl þú, at
Þormóðr geri at, því at hann er svá
orðhagr, at hann mun yrkja saman
rárendana, svo at fastir sé. En fyrir
nauðsynja sakar, þá mun ek telgja ann-
an hluta rárinnar, en Þormóðr telgi
annan!‘ Nú er fengin sín öx hvárum
þeirra, ok telgir sinn hlut hvárr þeirra.
Gestr lítr nökkut um öxl til Þormóðar.
Þá er hann hafði telgt sinn hlut rárinn-
ar, sezk hann niður á búlkann, en
Gestr telgir nökkuru lengur þat tré, er
$7
hann var at. Ok er lokit var at telgja,
þá bar hann saman hlutina, ok þurfti
þá af hvárigum hlut að taka. Nú festi
Gestr saman rána.“ (ísl. fornrit VI,
bls. 223.)
Þessi yfirlætisfulla frásögn af þótta
og hagleik þeirra Þormóðar er sem til-
valin dæmisaga um gagnkvæma af-
stöðu heimilis og skóla. Hvoru um sig
finnst það vera einhlítt í uppeldisstarf-
inu. í hálklæringsháði vísa þau hvort
til annars snilli. Hvort þeirra telgir
sinn rárenda, án þess að ganga úr
skugga um það, að sniðið verði hið
sama á báðum. En þó að það sé eflaust
nokkur vandi að skeyta saman brotna
rá, svo að hægt sé að vefja hana með
snæri, eins og gert mun hafa verið á
skipi Skúfs, er það samt miklu meiri
vandkvæðum bundið að fella saman
uppeldisáhrif heimilis og skóla, svo að
fullt samræmi verði, og hvorugur aðil-
inn vanræki einhvern þátt uppeldis-
ins í því skjóli, að hann sé hlutverk
hins.
Ég hef stundum fært þetta í tal við
kunningja mína meðal kennara og
fengið misjafnar undirtektir. Flestir
benda mér þó á það, að kennari eða
skólastjóri kalli foreldra á sinn fund
og eigi tal við þá, ef mikill misbrestur
verði á námi eða annarri hegðun
barnsins. Og ef mér hefur skilizt rétt,
finnst mörgum sem skólinn hafi með
þessu fullnægt þeirri kröfu um sam-
vinnu við foreldra, sem með sanngirni
verði fram borin. En ég get ekki fall-
izt á það. Að mínum dómi eru það
ekki fyrst og fremst léleg námsafrek
barnsins, sem gefa kennaranum tilefni
til að leita samvinnu við foreldra þess,
heldur engu síður góð afrek í náminu,