Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 10

Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 10
100 HEIMILI OG SKÓL) auga á hina sönnu kosti þess og þroska- möguleika og því forðast allt spillandi oflof. Ef kennarinn veit, hvaða at- hafnasvið henta þroskun barnsins bezt, geta léleg námsafrek í einhverri grein ekki villt honum sýn á hæfileikum þess. b) Með því að gaumæfa lineigðir bamsins í uppeldinu skapa foreldrar og kennari sér aðstöðu til að leiðbeina baminu um starfsvalið, þegar til kem- ur. Val ævistarfsins er eitt Ltið örlaga- ríkasta spor, sem einstaklingurinn stígur. Hér þarf því góðrar aðgæzlu við. Unglinginn brestur þekkingu bæði á eigin hæfileikum og atvinnulíf- inu, til þess að taka ákvörðun á eigin spýtur. Og stundum verða ráð foreldr- anna honum til lítillar gæfu. Oft ráða tilviljun, hégómagirni, gróðafíkn og aðrar jafn veigamiklar ástæður starfs- vali unglingsins. Af þessum sökum rækir margur starf, sem fremur drep- ur niður hæfileika lians en eykur, og veitir honum enga sanna gleði. Þeir foreldrar mega vera hamingjusamir, sem finna svo ákveðnar hneigðir og hæfileika hjá börnum sínum, að að- eins eitt starfssvið virðist standa þeim opið. Ef ekki hamlar fátækt, verða úr slíkum unglingum venjulega sterkir menn og hamingjusamir, nýtir og vitr- ir starfsmenn, sem efla atvinnu- og menningarlíf þjóðarinnar. En ef for- eldrar finna ekki, að ein hneigð barnsins beri af öðrum, eða þau vita ekki deili á samsvarandi athafnasvið- um, geta ráð kennarans orðið að miklu gagni. Hann á venjulega víðara sjón- arsvið en allur þorri foreldra og veit betur um þá möguleika, sem athafna- líf þjóðarinnar hefur að bjóða. Foreldrar ættu ekki að láta sér í léttu rúmi liggja, hvað barnið velur sem ævistarf. Það veldur miklu um af- rek og Lífshamingju einstaklingsins, hvort hann er „á réttri hillu“ eða ekki. Gildir þetta jafnt um æðri störf sem lægri. Ef einstaklingurinn á kost á að beita beztu hæfileikum sínum í starf- inu, „leikur honum allt í lyndi“. Hug- kvæmni hans örvast, starfsviljinn efl- ist, þolnin eykst, og dyggð og trú- mennska verða honum eðlilegar gagn- vart starfinu. Slíkir menn vaxa í starfi sínu. Hið bezta veganesti, sem foreldr- ar geta gefið barni sínu, er sterk at- hafnaþrá og einlæg starfsgleði. Auð- vitað má skilningur þeirra á hneigð barnsins ekki verða of þröngur. Hneigðin bendir sjaldan til eins ákveðins sviðs með fjölbreyttum starfs- möguleikum. Um þessa möguleika verður að velja þannig, að hæfileikar unglingsins njóti sín sem bezt, bæði í þágu starfsins og honum sjálfum til aukins þroska. Auðvitað er það ýmsum vandkvæð- um bundið að veita hverjum manni það starf, sem hann er hæfastur til. Samt eru þau síður í því fólgin að þekkja hneigðir einstaklingsins en að sjá honum fyrir lífvænlegri atvinnu á því sviði, þar sem hæfni hans nýtur sín bezt. Ýmis störf eru nauðsynleg, sem engar hneigðir virðast benda til, t. d. götuhreinsun og kolavinna. Fáir myndu kjósa slíkt af eigin hvöt. Þó flýr hneigðin ekki erfiðisstörfin, og má finna óræk dæmi þess í sjómanna- og bændastétt. Ef verkið er hugleikið, örva erfiðleikarnir athafnaviljann, og einstaklingurinn nýtur hæfileika sinna í starfsgleðinni. En ýmsir erfiðleikar

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.