Heimili og skóli - 01.10.1947, Síða 17
HEIMILI OG SKÓLI
107
hafra og sauða. Hafrarnir, þ. e. a. s.
næm og greind börn, sem standast inn-
tökupróf í prófmiðskólann, hefja fjög-
urra ára nám þar. Hæfileikaminni
börn lenda í próflausa-miðskólanum,
sem sagt er að hafi ósýnilegu áletrun-
ina, „Hér lokast allar vonir úti“, yfir
dyrum sínum. Hversu langt nám böm
stunda í próflausa miðskólanum, er
mismunandi, en flest útskrifast úr 2.
eða 3. bekk.
Okkur íslendingum, sem fram að
þessu höfum verið svo heppnir að hafa
barnaskólann óskiptan til 14 ára ald-
urs, kemur þessi skipting all undarlega
fyrir sjónir. Danskir skólamenn eru
ekki sammála um kosti og galla fyrir-
komulagsins, en þeir, sem mest kveð-
ur að í uppeldismálum nú, telja skipt-
inguna óhæfa, og frá þjóðfélagslegu
sjónarmiði séð óverjandi, þar eð skól-
inn skiptir börnunum í eins konar
undir- og yfirstétt og styður þannig
stéttamismuninn, sem frá mannlegu
sjónarmiði ætti að vera sem minnstur.
Samkvæmt nýju, dönsku fræðslu-
lögunum, sem gengu í gildi árið 1937,
eru báðar deildir miðskólans taldar
barnaskóli, en frá 1903—37 var mið-
skólinn talinn æðri skóli.
Þrátt fyrir þennan lagabókstaf, lík-
ist miðskólinn ekki venjulegum barna-
skóla. í prófskólanum, sem, eins og ég
gat um áður, hýsir greindustu og dug-
legustu börnin, er kennslan að miklu
leyti miðuð við framhaldsnám í gagn-
fræðabekk eða menntaskóla. Auk
námsgreina barnaskólans læra börnin
ensku, þýzku, stærðfræði, inannkyns-
sögu, cðlisfræði, efnafræði og lífeðlis-
fræði, ennfremur læra drengir smíðar
og stúlkur handavinnu. Eins og sjá iná
af þessari upptalningu ,eru námsgrein-
arnar margar í þessum skóla og börnin
eru í skólanum 6 klukkustundir á dag,
svo að námið krefst mikillar ástundun-
ar. Oft slysast gáfnatreg börn og let-
ingjar til að standast inntökupróf mið-
skólans, þeim verður lífið í þessu
prófahreiðri óbærilegt og venjulega
heltast þau úr lestinni í 2. eða 3. mið-
skólabekk. Oft hverfur einn þriðji
hluti barnanna úr prófskólanum áður
en þau komast í 4. miðskólabekk.
Ástæðurnar til þessa mikla mannfalls
eru niargar, en aðaloröskin er sú, að
foreldrar vilja koma bömum sínum í
prófskólann, hvað sem tautar og raul-
ar, og oft tekst með eilífum ítroðningi
að berja inn í börn næga þekkingu til
þess að standast inntökupróf, þótt
hæfileikana skorti til þess að fylgjast
með í prófskólanum.
Miðskólapróf veitir engin réttindi,
en það tryggir börnunum inngöngu í
gagnfræða'bekk, og ef það er vel að sér,
í fyrsta menntaskólabekk, sem er til-
svarandi 4. menntaskólabekk á íslandi.
Til gamans skal ég geta þess, að dansk-
ar miðskólanámsbækur voru notaðar
við kennslu í eðlisfræði og lífeðlis-
fræði, þegar ég var í Kennaraskólan-
um heima fyrir 10 árum síðan, svo að
enginn þarf að efast um, að þessi
„barnaskóli“ krefst töluverðs þroska
og hæfileika.
Aðalkosturinn við miðskólann er
talinn sá, að prófskólinn losnar við
allra lélegustu nemendurna, sem
myndu hindra hina greindari í að öðl-
ast þá þekkingu, sem krafizt er til mið-
skólaprófs.
Próflausi miðskólinn veitir viðtöku
öllum þeim börnum, sem falla við inn-