Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 19

Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 19
HF.IMILI OG SKÓLI 109 X i 1 «a I I ans Lítill fjögra ára drengur úr Reykjavík var sendur austur á land til afa og ömmu og átti að dvelja þar sumarlangt. Eitt kvöld fer afi hans að forvitnast um, hvað hann kunni af bænum og spyr m. a., hvort hann kunni Fað- ir vor. „Faðir vor?“ segir drengurinn undrandi. „Nei, afi, það kann enginn maður Faðir vor í Reykjavík." Inga litla, þriggja ára telpa, talar enn mjög óskýrt barnamál, svo að fjölskylda hennar á jafnvel oft erfitt með að skilja hana. Dag nokkurn er pabbi hennar að leika við hana og Þorsteinn bróðir hennar, sem er nokkrum árum eldri. Inga litla skrafar mikið og reyn- ir árangurslaust að gera pabba sínum skiljan- legt, hvað hún sé að segja. Loks snýr pabbi sér að Þorsteini og segir: „Skilur þú, hvað hún er að segja?“ Þorsteinn hristir höfuðið áhyggjufullur og segir: „Nei, ég skil hana ekki heldur. En, á i ég að segja þér, hvað ég lield, pabbi: Ég held, að hún sé ekki íslenzk." Sveinn hafði lokið við að lesa kvöldbænina. Mamma slekkur á lampanum og fer með ht.nn út úr herberginu, en það vill Sveinn ekki. Hann vill láta kveikja á lampanum, því að hann er hræddur við að sofna í myrkrinu. „En, litli vinur minn. Guð er hjá þér,“ sagði mamma og fer síðan út úr herberginu. Þá heyrist rödd Sveins í myrkrinu: „Mamma, farðu út með guð, en komdu inn með lampann." Pétur var úti að ganga með mömmu sinni og mætir líkfylgd. Hann gengur nokkra stund þegjandi, en lætur síðan spurningunum rigna yfif mömmu sína: „Hvers vegna liggur hann þarna i kistunni, mamma?" „Al því að hann er dáinn, og nú á að fara að grafa hann,“ segir mamma. „Hvar verður liann þá?“ „Sálin fer í liimininn til guðs, en kroppur- inn liggur niðri í jörðinni," svarar mamma. „En, hvar liefur hann þá handleggina og fæturna?" Heilsuvemd. Heimili og skóla hefur borizt 1. hefti þ. á. tímarits Náttúrulækningafélags íslands, Heilsuvernd, og flytur það margar athyglis- verðar greinar að vanda. Helztu greinar þessa heftis eru þessar: I heimsókn hjá dönskum kvenlækni eftir Jónas Kristjánsson—Krabbamein læknað með nataræði, þýdd grein — Meltingin — Hálfát.t- ræð kona læknast af eksemi, skráð af Vil- hjálmi Þ. Bjarnar — Skeggsýki læknast með heitum böðum eftir Björn L. Jónsson o. fl. r, ------------ ? HEIMILI OG SKÖLI Tímarit um uppeldismál Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 20 síður hvert hefti, og kostar árg. kr. 10.00, er greiðist fyrir 1. júní. Útgáfustjóm: Snorri Sigfússon, námsstjóri. Kristján Sigurðsson, kennari. Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Arni Björnsson, kennari, Klapparstíg, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems-götu 20, sími 174 Prentverk Odds Bjömssonar ■ -... ■ :

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.