Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 21

Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 21
HEIMILI OG SKOLI 111 vermireitur allra þessara þjóðlegu verðmæta.*) En ef við nú rennum huganum frá minningarsteinunum í Skipalundi og þjóðdönsunum í samkomusalnum í Askov hingað heim til Sögueyjunnar, hvernig verður sá samanburður? Hann verður tæplega okkur í vil, þrátt fyrir hinar auðugu fornbókmenntir okkar, notum við þær tiltölulega lítið í skóla- starfinu. Sú tilraun, sem gerð var til að vekja upp þjóðdansana með bókinni um íslenzka vikivaka, hefur borið lít- inn árangur. Hinn fagri, íslenzki þjóð- búningur kvenna, nýtur ekki þeirrar virðingar, sem honum ber í vitund þjóðarinnar. í því efni eltir hún hræv- areld hinnar ríkjandi tízku. Dvölin í Askov í sumar opnaði augu mín fyrir því, hve illa við íslendingar ávöxtum þann þjóðararf, sem okkur er fenginn í hendur. Það er þetta, sem ég vil gera hér að umtalsefni. Það er sannfæring mín, að við ís- lendingar þurfum að glæða þjóðrækni með þjóðinni, ef við viljum halda tungu okkar og þjóðerni. Skólarnir mega ekki víkjast undan þessari skyldu. Ættjarðarljóð og saga þjóðar- innar verður þar að vísa veginn. Einn- ig önnur þjóðleg verðmæti, sem geymzt hafa frá fortíðinni. En þróun síðustu ára í skólamálum hefur gengið í öfuga átt. Svo að segja ekkert frjálst skólastarf finnst framar hér á landi í Hkingu við dönsku lýðháskólana. Hér- aðsskólarnir eru orðnir próf-verk- *) Þá eru hin merkilegu þjóðminjasöfn ftændþjóða okkar, sem opin eru almenningi flesta daga, áhrifamikill boðberi þjóðrækni, og tengja menn traustari böndum við fortíð þjóðarinnar. smiðjur, eins og aðrir ríkisskólar og alltaf er fremur þrengt kosti hinna þjóðlegu fræða í framhaldsskólunum fyrir alls konar fræðahrafli, sem talið er nauðsynlegt til að veita almenna menntun. íslandssögunni hefur verið ætlaður mun minni tími á námsskrá gagnfræða- og menntaskóla en mann- kynssögu, hvað sem verður, svo að eitt- hvað sé nefnt. Þannig kemur mér þetta fyrir sjón- ir. Og vil ég hér varpa fram nokkrum bendingum í þessu efni, til athugunar fyrir almenning og þá menn, er þess- um málum stjóma. 1. Að valdir kaflar úr íslendingasög- um og goðafræðinni verði sagðir börnunum í yngri deild barnaskól- anna meira en verið hefur. Verði teknar sérstakar kennslustundir til að opna augu barnanna fyrir auð- legð íslendingasagnanna, með frá- sögn kennarans. Börn em sólgin í þetta efni, en það er ekki fyrr en síðar, sem þau lesa sjálf sögurnar sér að gagni. 2. Ætla íslandssögu og íslenzkum fræðum sem mest rúm á starfsskrá framhaldsskólanna, og drepa ekki allt líf úr sögunni með stöðugu stagli og yfirheyrslum. Sagan er máttugt tæki til að móta æskuna, sé vel á haldið. 3. Að íslenzkir víkivakar og aðrir þjóðdansar verði kenndir í Kenn- araskólanum svo og öllum barna- og unglingaskólum og gerðir að föstum lið í skemmtanalífi skól- anna. 4. Að stuðla að því, að sú venja kom- ist á í öllum æskulýðsskólum, að einn vissan dag á vetri hverjum,

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.