Heimili og skóli - 01.10.1947, Síða 23

Heimili og skóli - 01.10.1947, Síða 23
HEIMILI OG SKÓLI 113 Snorrabikar r •il Þegar Barnaskóli Akureyrar var settur í haust, flutti Snorri Sigfússon, fyrrv. skólastj., kveðjuávarp. Þakkaði hann kenríurum ognemendumskólans fyrir góðasamvinnu undanfarin 17 ár, foreldrum fyrir hlýjan hug til skólans og skólanefndum þeim, er hann hafði starfað með, fyrir góða samvinnu. Við þetta tækifæri færði hann skól- anum að gjöf íorkunnarfagran bikar, útskorinn af Geir Þormar tréskurðar- meistara. Skal bikar þessi vera farand- gripur í eign barnaskólans og veitast sem verðlaun þeim bekk, er nær bezt- um árangri í sundi ár hvert. Verður nú keppt um þennan grip í fyrsta sinn á komandi vori. Vandamál, sem þarf að ræða. í síðastliðinni páskaviku hélt kennarasam- bandið enska ársþing sitt, og voru þar mættir um 2500 kennarar. Mörg mál voru þarna rædd að vonum, en aðalumræðuefni þingsins var lenging skólaskyldunnar upp í 15 ár, sem nú er orðin að lögum í Bretlandi, og hvernig verja eigi því ári, sem þarna er bætt við skóla- skylduna. Öllum var það ljóst, að langsam- lega mestur hluti allra barna, vildi helzt vera laus við þetta skólaár, en það var þó von margra, að með Daltonaðferðinni, sem Eng- lendingar nota allmikið, eða með öðrum orð- um með frjálslegum vinnubrögðum, mætti þó gera börnunum námið aðgengilegt og árang- ursríkt. Sú skoðun kom fram, að æskilegt væri að koma nemendunum í snertingu við sem allra flest störf hins daglega lífs, og þá m. a. með því að fá fulltrúa frá hverri starfsgrein þjóðfélagsins til að koma í skólana og segja þar hver frá sinni grein. Sú skoðun var ríkj- andi, að leggja bæri kapp á að vekja fróð- leiksfýsi nemendanna og áhuga þeirra fyrir vandamálum samfélagsins. Þá voru þarna rædd mörg önnur mál, svo sem kennaraeklan, tómstundastörf barna, barnakvikmyndir, foreldrafélög o. fl. Þar var meðal annars skorað á skólayfirvöldin að hlutast til um, að hámarkstala nemenda í hverri deild væri: 30 í bóknámsdeildum, en 15 í verknámsdeildum, þegar völ yrði á næg- um kennslukröftum. Skátablaðið. Heimili og skóla hefur borizt 5.-8. tölu- blað Skátablaðsins þ. á., en það er gefið út af Bandalagi íslenzkra skáta. Efni þessara blaða ei mjög fjölbreytt og frágangur allur góður. Þarna skiptast á ritgerðir, sögur, minningar- greinar, fréttir af skátamótum og ýmiss konar skátafróðleikur auk fjölda mynda. Ritstjóri er Vilbergur Júlíusson. Mér þætti líklegt, að blað þetta væri vinsælt meðal skátaæsku landsins. Þetta hefti Heimilis og skóla er 22 siður.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.