Heimili og skóli - 01.06.1949, Qupperneq 10

Heimili og skóli - 01.06.1949, Qupperneq 10
54 HEIMILI OG SKÓLI Skólastjórahjónin. sem ánægjulegast fyrir börnin, og kaupa til þess ýmislegt, sem ætla má, að það opinbera telji sér ekki skylt að leggja til. T. d. bækur, sportáhöld, reiðhjól, hljóðí'æri, fermingargjafir og myndir til að skreyta með heimilið. Þá hefur bróðir kaupmannsins stofn- að sjóð, þar sem svo er ákveðið, að á af- mæli stofnandans, skuli öllum börnum á heimilinu gefnar 10 krónur ár hvert. Þessir peningar eru lagðir í sparisjóðs- bók hvers barns, og má ekki afhenda börnunum þær, fyrr en þau eru 16 ára. Börnin á barnaheimilinu ganga í liina almennu barnaskóla. Þykir það heppilegra vegna uppeldis þeirra, svo að þau kynnist lífinu utan heimilisins og einangrist ekki um of. Þau dugleg- ustu eiga kost á að ganga í miðskóla, þegar barnaskólanámi lýkur. Fjölbreytt leiksvæði eru í kringum skólann, og ágæt baðströnd við Eyrar- sund. Er baðstaðurinn mikið notaður, og komum við hjónin þangað og sáum börnin njóta þess að baða sig í sumar- hitanum. Barnaheimilið á sína hátíðisdaga. Öll börnin fá jólagjafir. Á jóladag fá þau að heimsækja ættingja sína, og þá koma eldri nemendur í heimsókn. Á hvítasunnu er það föst venja að fara kl. 5 um morguninn í gönguferð til Bölle- mose, og þar er sumri fagnað við leiki og söng. Reynt er að gera fermingar- daginn hátíðlegan og minnisstæðan og er þá alltaf boðið ættingjum. Eftir að unglingar fóru að útskrifast frá heimilinu, mynduðu þeir með sér félagsskap, sem er í sambandi við heim- ilið. Sýnir það bezt ræktarsemi þeirra og hug til heimilisins. Barnaheimilið í Skodsborg er mér sönnun þess, að slík heimili geta verið góðar uppeldisstofnanir, ef vel tekst með val forstöðumanna. En gæta skal Ferm i ngarbörn. þess einnig, að hafa heimilin þar, sem næg verkefni eru fyrir hendi, svo að börnin geti alist upp við algenga vinnu. Því að iðjuleysið er rót alls ills.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.