Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 12

Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 12
56 HEIMILI OG SKÓLI vandalausum. Þessi gagngerða brevt- ing á félagslegri aðstöðu unglinganna getur verið ærin nóg til þess að svipta þá sálrænu öryggi, sem þeir hafa notið fram að þessu. Þessi þáttaskipti í lífi unglinganna eru óumflýjanleg, en uppalendurnir geta með skilningsríkri samúð greitt veginn, svo að fyrstu sporin á braut fullorðinna verði ekki eins þyrnum stráð og oft vill verða. Önnur orsök, sem veldur miklum truflunum, er ekki unglingunum, heldur umhverfi þeirra að kenna. Unglingarnir eru nú komnir á þann aldur, að þeir eru mitt á milli barna og fullorðinna, oftast vilja þeir, eins fljótt og auðið er, sameinast fylkingu full- orðna fólksins fyrir fullt og allt. Þetta er engan veginn eins auðvelt og ætla mætti. Unglingarnir eru enn barnalegir í ýmsum siðum, þótt vöxtur þeirra og kraftar jafnist á við fullorðna menn. Verra er þó, að fullorðna fólkið fer ýmist með unglingana eins og börn eða sem fullorðna menn. — Að hann fhún), blessað barnið, skuli láta sér detta þetta í hug, eða — hann ('hún) er þó ekkert barn lengur. — Ummæli svipuð þessum má oft heyra í munni fullorðinna um sama unglinginn. Afleiðing þessarar tvö- feldni fullorðna fólksins verður sú, að unglingurinn veit naumast í hvorri Keflavíkinni hann á að róa og verður því áralagið að vonum oft miður heppilegt, til þess að forðast ágjafir á bátinn. Margir foreldrar skilja aldrei, að börn þeirra eru orðin fullorðin, heldur halda áfram að fara með þau eins Og börn. Gott dæmi þess er 84 ára gömul móðir, sem sagði við 61 árs gamlan son sinn, sem var að fara úr heimsókn hjá henni: — „Pétur minn, nú hefurðu vonapdi munað eftir að pissa áður en þú leggur af stað heim.“ — Hundrað ára gömul kona, sem dvaldi á sama elliheimilinu og 72 ára gamall soriur hennar, skrifaði þráfald- lega sonar syni sínnm um heilsufar „drengsins". Þótt þessi dæmi seu ef til vill fremur undantekning en regla, verður því ekki neitað, að margir foreldrar gleyma alltof oft, að þeir eiga að lofa unglingunum að verða fullorðnum í friði, en ekki berja þau barnagullum til óbóta. Þriðja orsök til örðugleikanna er kynhvötin, sem, áður en unglingarnir ná tvítugsaldri, nær styrkleikahámarki sínu, og er því eðlilega óstýrilátur eggjandi, sem illt er að hafa hemil á. Hvað gera skal við þessa ásköpuðu hvöt, er enn óleyst vandamál. Nútíma menningarþjóðfélög geta ekki leyft unglingunum að ganga í hjónabönd, þegar þeir verða kynþroska, þeir eru enn félagsleg börn, sem ekki hafa hlot- ið þá menntun og lífsreynslu, sem tryggi þeim örugga fjárhagsafkomu. Náttúran og þjóðfélögin eru, hvað þetta snertir, í stöðugu stríði. Að nota gamla móðinn og lemja náttúruna með lurk, hefur ekki gefizt vel, enda andstætt mannlegu eðli. Margar fleiri orsakir til gelgju- skeiðsörðugleika mætti nefna, t. d. flutning úr bæ í sveit, eða öfugt, líkamlegt útlit, fyrstu vonbrigðin í ástamálum og margt fleira. En eru nú þessir örðugleikar sér- staklega bundnir við gelgjuskeiðið?

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.