Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 14
58 HEIMILI OG SKÓLI Mag. art. SOFIE RIFBJERG, skólastjóri: VANGEFNU BÖRNIN Það er ekki nýtt fyrirbæri að hafa sérstaka bekki í skólunum fyrir þau börn, sem ekki geta fylgst með jafn- öldrum sínum. I Kaupmannahöfn hafa þeir verið síðan 1898, og frá 1913 hafa verið sérskólar fyrir þessi börn, ef þau annars eru andlega heilbrigð að öðru leyti. Greindarvísitala þeirra er venju- lega frá 70 til 90, en það svarar til, að þau séu 2—3 árum á eftir meðalbarni að þroska. í Kaupmananhöfn eru um 2% af börnunum í þessum bekkjum, en ættu að vera fleiri, því að rannsóknir sýna, að 5—7% af börnum eru á þessu þroskastigi. Hin eru áfram í almennu skólunum, en ljúka þar sjaldan námi. Hvernig eru nú þessi börn í sérskól- unum? Hvernig taka foreldrarnir því, að þau eru látin þangað? Og hvert er viðhorf annarra til þessara barna? Ef komið er inn í neðsta bekk í sér- skóla, eru þar venjulega um 15 börn. Við fyrstu sýn sést enginn munur á þeim og venjulegum skólabörnum. Við köllum þetta 2. bekk, en í því felst góðviljuð blekking, til þess að börnin og foreldrarnir missi ekki hugrekkið við, að börnin þurfa að ganga aftur í 1. bekk. Venjulega þarf að byrja á undir- stöðuatriðunum, þó að börnin hafi eitthvað verið í skóla áður. Eftir því sem menn kynnast börnun- um, sést, að hér eru fleiri börn með líkamslýtum en í venjulegum 1. bekk. Sum hafa gleraugu, önnur heyra illa, eitt er óeðlilega lítið og vex ekki, þrátt fyrir viðleitni foreldranna o. s. frv. Hlutfallslega mörg þeirra eru þannig, að skólalæknirinn telur, að vel þurfi að fylgjast með heilbrigði þeirra. Sum eru ekki í alla staði vel hirt. En þegar athugað er húsnæði margra for- eldranna, er ekki hægt annað en dást að umhyggju mæðranna, sem börnin bera með sér. En það eru þó nokkur, sem hvorki eru eins vel hirt né vel til fara, og æskilegt væri. Einkum skortir skjólgóð föt að vetrinum. Líkamslýtin, sem mörg börn bera, hafa sálarleg áhrif á þau. Börnin eru oft ókyrr. Þau komast fljótt úr jafn- vægi. Þau eru auðvitað ólík, en venju- lega hafa þau áhuga fyrir náminu og vilja leggja sig fram. En af þv.í að þeim finnst erfiðleikarnir miklir, og áður en þau koma í sérskólann, hafa þau oft rekið sig á, að þau gátu ekki leyst af hendi lestur, skrift og reikning, þá hættir þeim við að gefast fljótt upp. Kennarinn í sérskólanum þarf að hafa óvenjulegan frumleik, þolinmæði og þrautseigju til að bera. Hann þarf allt- af að finna upp eitthvað nýtt, endur- taka og endurtaka, og halda áhuga barnanna vakandi til að skapa árang- ursríkt, kyrrlátt skólastarf. Mestu erf- iðleikarnir stafa af því, að þroski barn- anna hefur aflagast m. a. við það, að þau hafa setið 1 eða 2 ár í venjulegum bekkjum, þar sem þau reyndu það, að þau gátu ekki fylgst með. í öðru lagi er mikið djúp staðfest milli frum- stæðra þarfa og námsgreinanna. Þau

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.