Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 15

Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 15
HEIMILI OG SKÓLI 59 hafa starfsorku og áhuga. Þau vilja líka vera dugleg skólabörn, en það er ekki auðvelt að finna réttu leiðina, svo að starfsorka þeirra stefni að réttu tak- marki. Fyrir áhugasaman kennara er ekkert starf eins hvetjandi — jafnvel þó að ár- angurinn virðist oft lítill á almennan mælikvarða, eða eins þakklátt, eins og að kenna í litlum bekk sérskóla. Ég held, að tæplega finnist jafn indæl og skemmtileg börn, eins og í svona bekk, ef þau fá að koma eðliléga fram eins og þau eru. Smám saman sætta þau sig við að geta notað starfsorku sína til að verða gagnlegir þjóðfélagsþegnar. Þetta heppnast auðvitað ekki með þau öll, og heldur ekki jafn fljótt. Flest bömin eru 8—9 ára, þegar þau koma í sérskól- ann ,og hafa þá öðlast margs konar reynslu, sem oft er síður en svo örf- andi fyrir þroska þeirra. Foreldrar, sém verða þess varir, að barnið þeirra er á eftir í andlegum þroska, taka því misjafnlega. Sumir fá meiri umhyggju fyrir barninu, halda áfram að umgangast það eins og brjóstabarn, lofa því t. d. ekki að leika sér við önnur börn eða ráða sér sjálf. Aðrir verða gramir yfir þessum örlög- um og láta barnið fá að heyra, að það sé öðruvísi en það ætti að vera. Það verður stöðugt umræðuefni hjá fjöl- skyldunni. Barnið fær það snemma á vitundina, að það sé eins og örlaga- skuggi á fjölskyldunni. Enn aðrir um- gangast barnið eins og afhrak. Það er vansælt og verður að sjá um sig sjálft. Stundum er foreldrunum ekki Ijóst, að barnið er vangefið, og það eru gerðar sömu kröfur til þess og hinna systkinanna. Börnin haga sér misjafnlega gagnvart þessari mismunandi meðferð, og ekki verður því neitað, að mörg þeirra koma í sérskólann særð á sál. Sum eru sljó og framkvæmdalaus, en önnur áköf og herská og beita hnefunum, hvað lítið semútaf ber. Erfiðust viðfangs eru þau börn, sem kunna svo vel við sig í draumheimi sínurn, að þau hafa engan áhuga fyrir að koma út í hina kaldrifjuðu lífsbaráttu, sem er nauðsynlegt fyrir þau, ef þau ætla að sjá um sig sjálf í lífinu. Hvert er viðhorf foreldr- anna, þegar þau fá að vita, að Sumir fara með barnið eins og brjóstabarn.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.