Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 20

Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 20
64 HEIMILI OG SKÓLI um? Mundi hún ekki einmitt nú í sárri þörf fyrir styrk? Og hvaðan fær hún hann? Mun þekkingin ein veita þann styrk, er hún þarf og þá sálubót, sem henni er nauðsynleg? Svo virðast margir halda. Menn eiga enn þá bágt með að láta af þeirri trú eða skoðun, að þekkingin sé dyggð, þótt komin sé sú skoðun til ára sinna, og heimurinn hafi margsannað fánýti þeirrar kenn- ingar með framferði sínu, ef ekki fyrr, þá a. m. k. síðasta mannsaldurinn. Miklu fremur hefur annað skort, til þess að menn gætu búið í gæfu og gengi og notið dásemda lífsins. Það hefur skort göfugt hjarta, er undir slær og trú á lífsins og sannleikans guð og þjónustu við hann. Þetta mætti nú blasa við augum hvers heilskyggns manns, er samvizkusamlega vill leita hins rétta. Og því eru þau ekki út í blá- inn sögð orð Meistarans mikla: Leitið fyrst guðs ríkis og hans réttlætis, og þá mun allt annað veitast yður að auki. Og að þetta guðs ríki er innra með yð- ur. Það er einmitt þetta volduga og háleita markmið, sem hver einstakl- ingur og hver þjóð verður að keppa að, ef mannkynið vill búa í gæfu og gengi á þessari fögru jörð. Og ekki síð- ur vér en aðrir. Og það er hið mikla og háleita hlutverk vort í heimilum, skólum og kirkjum að vinna að því eftir mætti, að börnum vorum takist það betur en oss, svo að þjóð vor mætti um alla framtíð þroskast á guðsríkis- braut. Uppeldi barna hefur frá alda öðli farið fram í heimilunum undir umsjá foreldra. Það er því að guðs og manna lögum hinn fyrsti skóli, er börnin ganga í, og það má með vissu segja, að að þeim skóla búa þau alla ævi. Heim- ilið er því hin þýðingarmikla undir- staða, sem allt þjóðlífið verður að byggja á, og því eru góð heimili gulli og gimsteinum dýrmætari. Gott heim- ili er stjórnsamt í háttum, og hófsemi ræður þar ríkjum. Þar er iðjusemi og háttprýði gert hátt undir höfði og gleði og góðvild fyllir andrúmsloltið. Börn- in njóta frelsis en ekki sjáffræðis og verða þau að finna til þess snemma. Er þá mikils um vert, að slík takmörk séu sett með festu, en mildu og hlýju viðmóti, og að ekki sé hvikað frá þeirri ákvörðun, sem tekin hefur verið. En einmitt á þessum mörkum gerast oft hin raunalegu og örlagaríku mistök í uppeldisvenjum heimilanna, sem verða þess valdandi, að börnin verða frekir uppivöðsluseggir, sem leyfa sér svo að segja allt, og taka óðar en varir stjórnina í sínar hendur og fara sínu fram. Og eg gæti trúað því, að þetta væru einhverjir hinir mestu gallar á uppeldinu í heimilum vorra daga, og þeir gallar munu orsök í fleiri uppeld- islegum óhöppum en menn gera sér grein fyrir. I viðskiptum við börn er mildin og festan, hið hlýja og glaða viðmót með festu og öryggi í svip og fasi það, sem mest á ríður. Og þar er vitanlega hægara að kenna heilræðin en halda þau. En af því að svo ótrúlega mikið er í húfi fyrir alla aðiia, að til- finningalíf og siðafar barnsins mótist og þroskist með eðlilegum og heil- brigðum hætti, verða foreldrar að gera sér grein fyrir þessu með íhugun og ástundun. Fyrir nokkrum árum ritaði ég tíma- ritsgrein um þessi efni, og leyfi ég mér nú að taka hér upp orðrétt lítinn kafla

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.