Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 21

Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 21
HEIMILI OG SKÓLI 65 úr henni: Góðir foreldrar fórna jafn- an miklu fyrir velferð barna sinna og verða að gera það. Reynir þá oftast mest á húsfreyjuna, móðurina. Heim- ilisrækni þarf að vera hennar æðsta boðorð. Innan heimilisins sinnir hún bezt sinni háleitu köllun, og þar mun hún finna hreinasta gleði, ef vel tekst. En sú gleði, sem út fyrir heimilið er sótt, mun að lokum reynast hamingju- snauð, ef hún er sótt á kostnað eigin heimilis og barna. Og við því er jafnan hætt, er mikil brögð verða að. Þeirri móður, er sífellt er á stjái úti, finnst, að hún þurfi að sækja hvern fund og hverja skemmtun, og vanrækir með því skyldur sínar við börn og heimili. Mun hún síðar finna til þeirrarvanrækslu,er að lokum bitnar á börnunum og þjóð- félaginu. Þetta er reynslunnar mikli og þungi örlagadómur, sem oss hættir stundum til að gleyma í þvarginu um réttindi og skyldurnar við þau. Og þótt svo kunni að fara, sem ekki er ósennilegt, að samfélag framtíðarinnar taki á sig nokkuð eða mikið af móður- skyldum konunnar og uppeldisskyld- um heimilisins, þá er málum svo hátt- að nú, og mun sennilega lengi verða, að telja má hina skynsömustu leið til að bæta þjóðaruppeldið að leggja rneiri rækt við uppeldi konunnar, bæta menningarlega aðstöðu hennar og starfsskilyrði, svo að henni mætti verða húsfreyjustaðan sem léttbærust og un- aðslegust. Og ég held, að engin mann- leg vera geti fengið meiri fyllingu í líf sitt og göfgi í tilgang þess en þær mæð- ur, er kynslóðirnar gætu reist bauta- stein síra Matthísar: „Engin kenndi mér eins og þú, hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir". Þetta var hinn áður ritaði kafli. En hér er einmitt komið að máli málanna, sem sé því, hve mikils vert það er, að móðirin sé auðug af guðstrú og krafti hennar, svo að hún geti gefið barni sínu sem mest af því, er síra Matthías telur sig eiga móður sinni mest að þakka, og allir þeir munu taka undir, sem hafa átt því láni að fagna að eiga slíkar eða þvílíkar mæður. Bænir þeirra og vers, sem þær fóru með og kenndu, og sú lotning fyrir hinum heilögu málum, er þær innrættu, var dýrmætt veganesti í umbrotum æsku- áranna og hið eina skjól í vetrarhríð- um vaxinnar ævi. Þetta er hin mikla guðs gjöf, sem ekkert barn mætti fara varhluta af. Kemur mér nú í hug frásögn úr síð- ustu heimsstyrjöld, er ég las einhvers staðar. Hún er um tvo menn, sem lentu á litlum fleka eftir að skip þeirra hafði verið skotið í kaf, og þeir voru hinir einu af áhöfn skipsins, er voru ofansjávar. Annar maðurinn var nokk- uð roskinn, en hitt var unglingspiltur. Hinn eldri segir frá eitthvað á þessa leið: Þegar við fórum að tala saman á flekanum, og eg, sem var gamall sjó- maður, gerði mér grein fyrir ástandi okkar úti á reginhafi, á örlitlum fleka -alls-lausum, mjög fjarri venjulegum skipaleiðum, hóf eg strax máls á því við piltinn, að við skyldum drekkja okkur saman og ekki bíða þess, að liungrið og kuldinn gerði út af við okk- ur. En svörin, sem eg fékk voru ákveð- in og ótvíræð, bláber neitun. Það geri eg aldrei, mælti pilturinn. Eg hef orð

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.