Heimili og skóli - 01.06.1949, Qupperneq 22

Heimili og skóli - 01.06.1949, Qupperneq 22
66 HEIMILI OG SKÓLI móður minnar fyrir því, að slíkt at- hæfi sé synd gegn guði, og hana fæst eg ekki til að drýgja. Og þótt illa liti nú út fyrir okkur, þá getur okkur orðið bjargað. Móðir mín kenndi mér að biðja guð og fullvissaði mig um, að hann mundi heyra þá bæn. Og nú bið eg þess ,að okkur verði bjargað, og því skulum við vera hugrakkir. Eg varð orðlaus yfir slíku trúnaðartrausti hins unga manns og þeim kjarki og krafti, er hann virtist gæddur, því að hann var ekki aðeins rólegur og æðrulaus, held- ur talaði hann kjark í mig, sem var þó af allt öðru sauðahúsi og enga trú hafði á þessu hjali hans. En í hvert skipti, sem ég orðfærði mína fyrstu tillögu, mættj eg mótspyrnu hans og trúar- þreki. Og svo kom björgunin á hinn undursamlega hátt. Skipið stefndi al- veg á okkur, hafði átt að fara aðra leið, en fékk skeyti um að breyta um stefnu, og er mér ekki ljóst hvers vegna. En ekki mátti það seinna vera. Og þannig get ég fullyrt, segir hinn eldri maður, að hin óbugandi guðstrú unga manns- ins bjargaði okkur báðum frá sjálfs- morði. Og þótt ég hafi aldrei trúmað- ur verið, þá vil ég segja frá þessu, því að ég vil, að hin óþekkta móðir, sem gæddi drenginn sinn þessum krafti, fái verðskuldaðan heiður. Þannig er þessi frásögn. Og er hún ekki athyglisverð fyrir allar mæður? Og önnur saga var mér sögð í sum- ar, sem ekki fer milli mála, er sannar líka hið sama. Ungur, danskur læknir var lemstraður og líflátinn í fangabúð- um. Foreldrar hans fengu aldrei að sjá hann, eftir að hann var tekinn fastur. En hann kom til þeirra bréfi, sem hann skrifaði nokkrum stundum fyrir aftökuna. Það var stutt bréf, aðeins kveðja og þökk til móður sinnar fyrir bænirnar, sem hún hafði kennt hon- um og þau góðu áhrif, sem heimilið hefði haft á sig. Þess vegna gengi hann nú öruggur til hinnar þyngstu reynslu. Það mætti vafalaust halda lengi áfram með slíka og þvílíka vitnisburði, en eigi skal það gert hér. En því vildi ég skjóta hér inn, að á langri kennara- ævi þykist ég mega fullyrða það, þótt engin regla sé að vísu algild, að bezt siðuðu börnin hafi yfirleitt komið frá liinum bezt kristnu heimilum, þótt slík heimili hafi stundum ekki látið mikið yfir sér, eða miklað fyrir sér og öðrum sitt ágæti í þeim efnum. Eins og kunnugt er, hafa heimilin um allar aldir kristninnar viðhalt ýmsar kristnar siðvenjur, og heimilis- guðrækni hefur þótt sjálfsögð og krist- in nauðsyn fram á síðustu ár. Þetta hvort tveggja má nú víst heita þurrkað út, því að ég tala ekki um útvarps- messurnar í þessu sambandi, sem kann- ske er hlustað á með öðru eyranu í skarkala og þvargi, og enginn á heim- ilinu tekur sjálfur þátt í. Þótt sitthvað hafi verið sagt um húslestrana og áhrif þeirra, þá hygg ég, þrátt fyrir ýmsa galla, að áhrif þeirra hafi verið miklu meiri og almennari til uppbyggingar kristnum dómi og kristinni trú en menn almennt vilja viðurkenna, og að undantekningunum hafi meir verið haldið á loft til að rýra álit þessarar guðræknisvenju. Ég hygg, að margir á mínum aldri eigi ógleymanlegar og helgar endurminningar frá þeim tím- um, er allt heimilisfólkið var kallað saman til lesturs, og hver kom með sína söngbók og tók þátt í þessari at-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.