Heimili og skóli - 01.02.1952, Page 14
8
HEIMILI OG SKOLI
var hún formaður Sambands norð-
lenzkra kvenna um nokkurt skeið. í
verkakvennafélaginu „Einingin“ hef-
ur hún verið síðan 1932, og formaður
Mæðrastyrksnefndar Akureyrar hefur
hún verið frá stofnun hennar og lagt
þar fram geysimikið starf.
Ég held, að óhætt sé að fullyrða það,
að einhver allra sterkasti strengurinn í
lífi og skapgerð Ingibjargar sé samúð-
in með öllum þeim, sem eitthvað eiga
bágt. Þar er móðureyra hennar þunnt.
Og öll þátttaka hennar í félagsmálum
er mótuð af þessari sterku þörf hennar
til að rétta öðrum hjálparhönd. Hún
hefur sjálf ekki hátt um þetta. Ingi-
björg er mjög vinsæl kona af öllum,
sem hana þekkja. Hún er vinsæl af
samkennurum sínum og nemendum,
en ég gæti þó trúað, að erfiðast yrði að
telja þá vini, sem hún hefur aflað sér
með hjartagæðum sínum og hjálpfýsi,
bæði vegna þess, að þeir vinir eru
margir, en þó eigi síður vegna hins, að
það starf er unnið í hinni mestu kyrr-
þey, og þar veit vinstri höndin aldrei,
hvað sú hægri gefur. Hún er ekki að-
eins talsmaður þessa fólks, þegar svo
ber undir, að hún geti verið það. Hún
segir ekki aðeins: Þessu fólki þarf að
hjálpa. Hún gerir það sjálf, eins og
miskunnsami Samverjinn forðum, ef
hún á þess kost.
Ingibjörg hefur unnið vel öll þau
störf, sem henni hafa verið fengin í
liendur, en hún hefur ekki sótzt eftir
metorðum né mannvirðingum. Hitt
hefur verið henni miklu meira virði,
að geta hjálpað fátækri móður, eða
munaðarlausu barni.
Það kom greinilega í Ijós á afmælis-
degi frú Ingibjargar, live vinsæl hún
er. Var þann dag mjög gestkvæmt á
hinu skemmtileoa heimili hennar os;
veitt af mikilli rausn. Þar voru henni
fluttar margar ræður og árnaðaróskir,
bæði í bundnu og óbundnu máli.
Einiiig bárust henni gjafir og heilla-
skeyti. I ræðu, sem hún flutti við það
tækifæri, lét hún þess getið, að hún
teldi sig gæfukonu. Ég held að það sé
rétt. Allt líf hennar hefur verið vermt
af hinni heitu glóð samúðarinnar, og
slíkir menn eru gæfusamir, þrátt fyrir
allt.
Og nú hefur hún sextíu ár að baki
þessi góða og hjartahlýja kona. Kann-
ske kemur sú hugsun stundum að
henni, eins og okkur hinum, að finn-
ast fátt til um lífsstarf sitt, efast um ár-
angurinn og uppskeruna. Kannske
finnst henni, að hún hafi gefið herra
lífsins of lítið af tíma sínum og kröft-
um. En þá mætti hún minnast orð-
anna: „Það, sem þér hafið gert einum
af mínum minnstu bræðrum, það haf-
ið þér gjört mér.“ Líf Ingibjargar hef-
ur í ríkum mæli veríð helgað þessum
minnstu bræðrum og systrum. Ingi-
björg Eiríksdóttir er vel gefin kona,
glaðlynd í sinn hóp og samvinnuþýð.
Ég þakka henni persónulega fyrir
langt og gott samstarf, og þá eigi síður
fyrir hönd Barnaskóla Akureyrar, en
þeirri stofnun hefur hún unnið í 24 ár.
Ingibjörg á eina kjördóttur, Gunn-
laugu Björk, sem nú stundar nám í
héraðsskólanum á Laugum. Það þarf
ekki að taka það fram, áð þessari kjör-
dóttur sinni hefur hún alltaf reynzt
eins og góð og ástrík móðir.
H. ]. M.