Heimili og skóli - 01.02.1952, Side 16
10
HEIMILI OG SKOLI
aðeins seinna á ferð en önnur börn, og
eftir þessum dómi kennarans eiga for-
eldrarnir að fara, á meðan við höfum
ekki almennar greindarmælingar. Það
getur orðið óbætanlegt tjón fyrir
barnið, ef það er látið halda áfram
námi í smábarnaskólanum 1—2 ár, án
þess að af því verði nokkur verulegur
árangur. Jafnvel 7 ára börn, sem kom-
in eru á skólaskyldualdur og ber því
skylda til áð sækja hinn lögboðna
skóla, eru stundum svo óþroskuð, að
öll skynsemi mælir með því, að þau
sæki ekki skóla að svo stöddu, þótt þar
sé óhægara um vik að gera þau aftur-
reka. Þessi börn eru því, þrátt fyrir
allt, tekin í skólana sér til tjóns.
Það situr reyndar ekki á skólastjór-
um og kennurum að draga úr því, að
reynt sé að kenna börnunum að lesa,
áður en þau koma í skólana, og sum-
um börnum er það leikur. Já, talsverð-
um þorra barnanna. En ég held, að
foreldrar séu oft óþarflega áhyggju-
fullir út af þessu námi, og mér er ekki
grunlaust um, að stundum sé þetta sótt
af svo miklu kappi, að til tjóns verði.
Óþolinmæðin er mannlegur breizk-
leiki, og kennarar eru þar sjálfsagt
engin undantekning. Pin við lestrar-
kennslu lítilla, óþroskaðra barna rná
liún ekki komast að. Óþolinmæði,
ósanngjarnar kröfur og ávítur við
börn, sem eru að læra að lesa, verður
að útiloka, ef ekki á verr að fara. Hafið
það í ltuga, að lestrarnám er óhemju
erfitt nám, en sé það tekið á réttan
liátt stig af stigi í litlum skrefum, í
eðlilegum áföngum, verður þetta allt
miklti auðveldara. Og sá ótti og kvíði,
sem gerir vart við sig hjá mörgum for-
eldrum „að barnið læri aldrei að
lesa“ er ástæðulaus. Með þeirri tækni,
sem skólarnir eiga nú yfir að ráða, má
gera öll meðalgreind börn læs á einum
vetri, jafnvel þótt þau komi alveg ólæs
í skólann. Og sannleikurinn er sá, að
lestrarkennarar vilja helzt fá börnin
annað hvort ólæs með öllu, eða nokk-
urn veginn læs á létt mál. Það er lítill
eða enginn styrkur í því fyrir skólana
að fá t. d. stafandi börn, eða börn, sem
eru rétt byrjuð að „kveða að“. Læt ég
svo útrætt um lestrarnámið, en bið ef
til vill einhvern sérfróðan lestrarkenn-
ara að skrifa um það seinna, og væri
gott að fá að vita, hvort nokkur óskar
eftir því.
Ég gat þess hér að framan, að lestrar-
kunnáttan væri síður en svo liinn eini,
nauðsynlegi undirbúningurinn undir
skólanámið. Það er engu síður nauð-
synlegt, að barnið kunni að halda á
ritblýi og fara með það. Þess vegna er
afar áríðandi, að barnið eigi alltaf kost
á nægum pappír og litum og sé gefinn
kostur á að æfa sig í að fara með þessa
hluti. Þetta er þroskandi viðfangsefni,
bæði fyrir huga og hönd. Er þá gott,
þegar barnið fer að hafa nokkurt vald
á þessu verkefni að kenna því rétt grip
á ritblýinu, kenna því að sitja rétt, ef
það situr við borð. Yfirleitt er það
ágætur undirbúningur fyrir væntan-
lega skólagöngu og raunar lífið allt, að
fá barninu sem fjölþættust viðfangs-
efni við alls konar föndur. Það veitir
alhliða þroska og gerir það mun hæf-
ara til skólagöngunnar á sínum tíma
en önnur börn, sem ekki fá að reyna
getu sína á þennan hátt.
Málþroskinn.
Þá vil ég geta um annan þátt í þess-