Heimili og skóli - 01.02.1952, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.02.1952, Blaðsíða 20
14 HEIMILI OG SKOLI næði, aldrei tíma til að leika sér, hafi ekkert að gera með allan þennan fróð- leik, o. s. frv. Þannig hljómar þetta stundum sitt á hvað. En þótt svo sé, þá er vafalaust margt af þessu á rök- um byggt, -oft og tíðum, og þá máske einmitt vegna þess, að ekki liefur tek- izt nógu vel með deildarskiptinguna, að livert barn sé í þeirri deild, sem því hæfir. Náttúrlega verður aldrei öllum gert til hæfis. Það er stundum full erf- itt með einn mann eða eitt heimili, hvað þá tugi og hundruð heimila. En það má segja við þau öll, að almennt skoðað er námið í barnaskólunum, að móðurmálinu undanteknu, sízt of lít- ið. Og það mun sennilega verða verk- efni næstu ára að draga til muna úr ýmsu af námsefni, en styrkja móður- málsþáttinn í starfinu að verulegu leyti. En um það merkilega mál verð- ur ekki fjölyrt nú. Og það má einnig segja við heimilin almennt, að ef börn- in leggja rækt við að inna það vel af höndum, sem skólinn ætlar þeini frá degi til dags, þá mun þeirn velflestum tæplega hollt rneira andlegt starf. Komi það aftur á móti í ljós að dórni foreldra, að barnið hafi of mikið að gera, þá mun sennilegasta skýringin sú, að það sé ekki í réttri deild í skól- anum. Er þá sjálfsagt að gera skólan- um viðvart og ræða málið við hann, enda kemst það oftast í lag, ef rétt er á haldið. Þannig mætti lengi ræða þessi mál og rökstyðja þá skoðun, að viðkvnn- ing og samstarf skóla og heimila er nauðsyn, fyrst og fremst vegna barn- anna. Og ekki aðeins vegna þess, sem hér hefur einkum verið rætt um, held- ur og alveg sérstkalega vegna hins uppeldilega þáttar í starfi þessara að- ila, — hins þýðingarmesta og örlaga- rikasta þáttar í öllu starfi heimilisins og skólans. Barnaskóla Akureyrar berst góð gjöf Skömmu fyrir jólin barst Barnaskóla Akureyrar mikil og góð gjöf. Var það vandaður flygill sem nemendur og kennarar gáfu í tilefni 80 ára afmælis stofnunarinnar á því ári. Gjöf þessi var afhent 12. des. að við- stöddu Fræðsluráði Akureyrar, náms- stjóra og kennaraliði skólans. Skóla- stjóri, Hannes J. Magnússon, gat þess i stuttri ræðu, er hann afhenti gjöfina fyrir hönd kennara og nemenda, að hann vænti þess, að gjöf þessi mætti verða til þess að örva söng- og músik- lif í skólanum á komandi árum, og væri aðeins spor í áttina til þess að búa skólann vönduðum tækjum, sem mættu hjálpa til að auka menningu og þroska nemendanna. — Formaður fræðsluráðs, Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari, og námsstjóri, Snorri Sigfússon, þökkuðu gjöfina með stuttum, en snjöllum ræðum, og óskuðu skólanum til hamingju með þennan góða grip. Ennfremur tóku til máls Sveinn Bjarman, yfirbókari, sem hafði útvegað hljóðfærið, og Magnús Pétursson, kennari. Flygillinn er frá Hornung og Möll- er í Kaupmannahöfn.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.