Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 22

Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 22
16 HEIMILI OG SKÓLI kennara í Reykjavík, Þóra, gift og bú- sett í Bandaríkjunum, Asgerður, gift R. Foxon, verzlunarmanni í Englandi. Gyða, gift Þorvarði Árnasyni, verzlun- armanni í Reykjavík og Karl járn- smiður, í foreldrahúsum. Eftir að Karl lét af störfum á Seyð- isfirði, fluttu þau hjónin til Reykja- víkur og hafa búið í Fossvogi. Eðlilegt er, að maður með hæfileik- um Karls Finnbogasonar kæmist ekki hjá því, að á hann hlæðust ýmis trún- aðarstörf. Enda var Karl löngum yfir- hlaðinn af störfum. Flesta vetur hafði hann unglingakennslu í skóla sínum, jafnframt barnakennslunni. Þá átti hann sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar frá 1913 til 1942 eða um 30 ár, var þingmaður Seyðfirðinga 1914—16, var stofnandi og lengi formaður Kaup- félags Austfjarða. Stóð hann jafnan framarlega í flokki um hvers konar framfaramál kaupstaðarins, og var lengi foringi umbótamannanna í bæj- arstjórninni. Öll þessi störf út á við voru tímafrek og oft þreytandi. Þetta eru þá í fáum dráttum nokkr- ar útlínur í æviferli Karls Finnboga- sonar. En fátt hefur hér enn verið sagt um manninn sjálfan, sem þó skiptir mestu máli, er minnast skal merkra manna. Áður er að því vikið, að Karl unni íslenzkum sveitabúskap. Sjálfur hafði hann búskap um skeið, bæði á Klypp- stað í Loðmundarfirði og Sörlastöðum í Seyðisfirði. Hann hafði yndi bæði af gróðrinum og dýrunutn og undi því ekki í kaupstaðnum yfir sumarið, þeg- ar skólinn starfaði ekki. Karl var frábær kennari. Fáum lief ég kynnzt, sem þekkti nemendur sína eins vel og Karl. Ekki var hann alltaf strangur um það, að börnin lærðu allt í kennslubókunum, en leitaðist stöð- ugt við að glæða hugsun þeirra og skilning á viðfangsefnum lífsins. En það er aðalsmerki hvers góðs kennara. Eg hygg, að hinir miklu hæfileikar Karls hefðu notið sín betur við að kenna þroskaðri nemendum. Vel hefði liann sómt sér sem háskólakennari í heimspeki eða íslenzkum bókmennt- um. Hann bar gott skyn á bókmenntir og var það honum kært umræðuefni. Mér finnst Karl Finnbogason vera ein- hver sá gáfaðasti maður, sem ég hef kynnzt. Þessi orð eru sögð í fullri al- vöru. Ég harma það, hve fátt er aðgengi- legt í rituðu máli eftir Karl Finnboga- son. Hann var ritfær svo að af bar. Ungur samdi hann landajrœði, sem lengi var notuð í íslenzkum skólum og gefin út sjö sinnum. Því miður skrif- aði hann ekki fleiri kennslubækur. En blaðagreinar Karls, sem margar voru með ágætum, eru nú faldar í bókasöfnum og lítt finnanlegar. Þó minnist ég perlu eftir Karl í rituðu máli. Það er greinin Göngur, sem kom út í gömlu lesbókinni, og er lýsing á göngum í Bárðardal. Hún sýnir vel stílsnilld þessa gáfaða mælskumanns. Síðar var grein þessi endurprentuð í bókinni: „Ungur var ég.“ Ég átti því láni að fagna, að vera ná- inn samstarfsmaður Karls um tveggja ára skeið og njóta vináttu hans og hjartahlýju. Ég kenndi þá við ungl- ingaskóla á Seyðisfirði. Þegar ég kom þangað ungur og óreyndur, naut ég ráða hans og var jafnan velkominn á heimili þeirra hjóna. Enn tel ég mig í

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.