Heimili og skóli - 01.02.1952, Side 23
HEIMILI OG SKÓLI
17
þakkarskuld við Karl fyrir, hvað hann
var mér ráðhollur og mætti mér með
miklum skilningi. Ég lifði þá í ýmsum
skýjaborgum eins og algengt er með
unga menn. En það skyldi Karl og lík-
aði það vel, að allir færu ekki troðnar
slóðir. Hann lýsti fyrir mér tilvonandi
nemendum mínum, unglingunum, áð-
ur en skíilinn byrjaði, svo vel bæði
hvað gáfur og skapferli snerti, að ég
dáðist oft að því síðar, er ég hafði
kynnzt þeim sjálfur.
Það var ánægjulegt að dvelja á heim-
ili Karls og ræða við hann í einrúmi.
Það var ekki aðeins ánægjulegt. Það
var einnig menntandi. En bæði hjónin
voru samhent í því að sýna gestum þá
alúð og einlægni, að þar var ávallt gott
að vera. Þegar Karl ræddi við gesti á
litlu skrifstofunni sinni á kvöldin,
kom Vilhelmína venjulega með kaffi-
bollana þangað inn til að trufla sem
minnst samræðurnar.
Það, sem einkenndi Karl, umfram
gáfur hans og mælsku, var góðvildin,
hógværðin og hjálpfýsin. Það var and-
stætt skapferli Karls að olnboga sig
áfram í lífinu. Hann mat hitt meira,
að hafa sálarfrið og njóta liinnar fjöl-
breyttu fegurðar, sem lífið Jiefur að
bjóða. Fá handtök hef ég fundið hlýrri
en handtök Karls.
En nú er Kar! Finnbogason fluttur
í ný heimkynni og dagsverki hans hér
lokið. Þar ntun góðvild hans og hjarta-
hlýja njóta sín betur en hér á þessari
jcirð. Ég flyt hdnum þakkir og óska
honum Guðs blessunar, livar sem leið-
ir hans liggja. — Blessuð sé minning
hans.
Skólatíðindi 1951
1. Sett reglugerð um kennarapróf úr B.-
og A.-deild Háskólans, og veitir það rétt
til kennslu í skólum gagnfræðastigsins og
hliðstæðum skólum.
2. Menntamálaráðherra skipar nefnd til
þess að undirbúa nýbyggingu handa
Kennaraskóla íslands. Þar verði rúm fyrir
kennaradeildir í ýmsum verklegum sér-
greinum.
3. Veitt leyfi og byrjað á byggingu
heimav.barnaskóla að Stafholtsveggjalaug
fyrir alla hreppa Mýras. utan Borgarness.
Ennfremur er byrjað á byggingu nýrra
barnaskóla í Olafsvík og Djúpavogi og
gagnfræðaskóla á Siglufirði. Haldið var
áfram — og sums staðar senn lokið —
byggingu 37 barnaskólahúsa, 12 skóla-
stjóx-abústaða, 6 gagnfræðaskóla í kaup-
stöðum, 9 héraðsskóla, 9 húsmæðraskóla,
heimavist Menntaskólans á Akureyri o. fl.
4. Fé er veitt í fyrsta sinn í fjárlögum til
menntaskóla á Laugai-vatni.
5. Haldið var uppeldismálaþing í
Reykjavík, er samtök barnakennara og
framhaldsskólakennara stóðu að.
6. skólameistari Menntaskólans á Akur-
eyri dvaldi 3 mánuði í Bandaríkjunum í
boði Bandaríkjastjórnar til þess að kynna
sér skólamál.
7. Fjöldi skóla, kennara og nemenda:
125 barnaskólar og 90 farskólar eru
starfandi í ár, með 577 föstum kennurum,
þar af 162 konur. Nemendur rúmlega 16
þúsund. 115 framhaldsskólar eru starfandi
nú. Þar af eru 23 héraðs- og gagnfræða-
skólar, um 17 iðnskólar Og 12 húsmæðra-
skólar. Alls starfa um 350 fastir kennarar
við þessa skóla og margir stundakennarar.
Nemendatala áætluð nær 10 þús. í hér-
aðs-, gagnfræða- og húsmæðraskólum eru
4380 nemendur og í menntaskólum 789.
Er það nokkru færra en sl. ár.
9. Landspróf miðskóla tóku 498 nemend-
ur sl. vor. 6 þeirra fengu ágætiseink., 127
fyrstu einkunn og 194 aði'a einkunn, alls
327, ágætis-, 1. og 2. einkunn og hlutu
með því rétt til inngöngu í menntaskóla og
kennaraskóla. (Fi'á fræðslumálaskrifst.).