Heimili og skóli - 01.02.1952, Síða 25
HEIMILI OG SKÓLI
19
Lestrarfélög
Lestrarfélög eru merkilegar menn-
ingarstofnanir, sem jafnan hefur
verið hljótt um, en menningarhlut-
verk þessara félaga á fyrstu tugum
aldarinnar verður erfitt að meta. Þá
voru nálega engir skólar, en lestr-
arfélögin fluttu lifandi blóð þekk-
ingar og andlegrar menningar út um
æðar þjóðlífsins. En þótt hljótt sé
um lestrafélögin nú, starfa þau þó
enn af fullum krafti, og eiga hægara
um vik en áður, þar sem ríkið er nú
farið að styrkja þessa starfsemi með
verulegum fjárframlögum. — Fyrir
nokkru birti dagblaðið Vísir í Rvík
viðtal við Ingimar Jóhannesson,
fulltrúa á fræðslumálaskrifstofunni,
um þessi mál, og hefur Heimili og
skóla verið leyft að birta það.
R i t s t j.
„Lög þau, sem hér um ræðir,“ sagði
Ingimar Jóhannesson, ,,eru £rá 29. des.
1937, og nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á þeim síðan. í 1. grein laganna
segir, að lestrarfélög utan þeirra kaup-
staða eða kauptúna, þar sem amts-,
bæjar- eða sýslubókasöfn eru starfandi
o. s. frv., skuli njóta styrks úr styrktar-
sjóði lestrarfélaga. í 2. grein er ákvæði
um að ríkissjóður gxeiði árlega kr. 50
þús. í styrktarsjóð lestrafélaga, sem er
nndir stjórn fræðslumálastjóra. —
Skemmtanaskatt skal innheimta með
15% álagi, og skulu 2/3 hlutar álags-
ins renna til kennslukvikmyndasafns,
en þriðjungur þess til styrktarsjóðs
lestrarfélaga. Þá er vert að vekja at-
hygli á, að stjórn lestrarfélags, er styrks
vill njóta, sendir fræðslumálastjóra í
lok hvers starfsárs reikning yfir tekjur
og gjöld félagsins á árinu, ásamt félags-
mannaskrá, skýrslu um bókaútlán,
bókaeign, sem við hefur bætzt á árinu
o. s. frv. Styrkur er bundinn því skil-
yrði, að hreppur eða sýsla styrki félag-
ið með að m. k. jafnhárri upphæð og
því verði úthlutað sem aðalstyrk úr
styrktarsjóði lestrarfélaga fyrir það ár,
sem um er að ræða. Ennfremur má
veita lestrarfélagi aukastyrk, ef tekjur
sjóðsins leyfa, og skal miða hann við
bókakaup, útlán og aðra aðstöðu.“
„Hve mörg lestrarfélög ldutu styrk
árið sem leið?“
„í landinu eru nú 207 lestrarfélön,
er njóta styrks samkvæmt fyrrnefnd-
um lögum, en auk þess eru 35 bóka-
söfn og lesstofur, sem styrks njóta af
ahnannafé, samkvæmt fjárveitingum á
fjárlögum hvers árs, svo sem amts- og
sýslubókasöfn o. fl., og njóta þau ekki
stuðnings styrktarsjóðs.“
„Hvernig er tilhögun með greiðslu
þess gjalds, sem greiða þarf til þess að
styrkur fáist?“
„Sums staðar kemur allt heimatil-
lagið úr hreppssjóði, þar sem þeir eiga
bókasafnið, en annars staðar eru sér-
stök félög, og eru þá lögð gjöld á ein-
staklinga eða heimili, sent eru misjafn-
lega há í hinum ýmsu félögum. Kem-
ur þar fram, að það er misjafnt, sem
menn vilja á sig leggja í þessum efn-
um. Þannig eru enn nokkur félög, þar
sem enn eru í gildi gcjmul ákvæði um
1—5 kr. ársgjöld, en í mörgum eru nú