Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 27

Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 27
HEIMILI OG SKÓLI 21 öræfanna. Bók þessi lýsir göngum og gangnamönnum — sjö óbreyttum al- þýðumönnum, og ferðum þeirra inn á þingeyskar afréttir. Bókin er skrifuð á léttu og fallegu máli, gamansöm og skemmtileg aflestrar. Höfundurinn getur þess að vísu í eftirmála, að þetta sé ekki raunveruleg lýsing á neinum sérstökum göngum, lieldur samsafn minninga frá bernsku- og æskuárun- um um einn hinn dásamlegasta við- burð í lífi allra sveitadrengja — göng- urnar. Bókin er prýdd nokkrum myndum eltir Odd Björnsson. Disa á Grœnalœk, eftir Kára Trvggvason. Utgefandi Pálmi H. Jónsson, Akureyri. Þetta er skemmti- leg telpnabók og segir frá lítilli sveita- telpu, sem elzt uþp við töfra og fegurð sveitalífsins. Þar er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Dýrin, blómin, fuglarnir, öll náttúran bvður upp á hátíð á hverjum degi. Þarna skiptast á störf og leikir, áhyggjur og gleði. Þarna er sveitalífinu vel lýst og er bók- in því einkum hentug til lestrar þeim börnum, sem alast upp í þéttbýlinu og komast ekki í kynni við lífsbaráttu fólksins í sveitinni. Frásögnin er hér einnig létt og skemmtileg og full af lif- andi myndum. Bókin er prýdd myndum eftir Odd Björnsson. Ég gæti trúað, að báðár þessar bæk- ur Kára yrðu vinsælar. Frá bókaútgáfunni Björk i Reykja- vík iiafa ritinu borizt 4 ágætar og skennntilegar smábarnabækur, mjög lientugar fyrir b(>rn, sem eru að Ityrja að stauta. Benni og Bára er þeirra stærst, eða 49 blaðsíður með mynd á annarri hvorri síðu, en lesmál á hinni. Bókin er skrifuð á léttu og einföldu máli og skemmtilega barnaleg. Enda er hún þýdd af Vilbergi Júlíussyni, kennara, sem er kunnur að góðum barnabóka- þýðingum. Þá eru tvær minni bækur: Bláa kannan og Grœni hatturinn. Þessar bækur báðar eru með mörgum lit- myndum og lesmál með stóru letri. — Vilbergur hefur einnig þýtt þessar bækur. I.oks er Stubbur litli, sem kom út árið 1947, en seldist þá strax upp, og er nú kominn í 2. útgáfu. Þessi skemmtilega smábarnabók er einnig þýdd af Vilbergi Júlíussyni og er með fjölda litmynda. Ferðir Gullivers um ókunn lönd, eftir Jonathan Swift. Þýtt hafa Ævar Kvaran og Olafur Halldórsson. Bóka- útgáfan Leiftur hefur nýlega sent frá sér nýja útgáfu af þessari sígildu barnabók. Og ]^ó að nú séu liðin um 226 ár frá því að bók þessi kom fyrst út, er hún þó ein af þeim bókum, sem ekki eldist. Hún er jafn kærkomin börnum dagsins í dag og hún var börm um fyrir meira en tvö hundruð árum. Hún býr yfir ævintýralegum töfrum, sem heilla hugi lesendanna. Hið rnikla hugmyndaflug, sem þar kemur fram og ævintýraleg og hrífandi at- burðarás, hefur hrifið hugi margra kynslóða og mun gera um ókominn tíma. Bókin skiptist í þrjá höfuðkafla: Ferðin til Putalands — Ferðin til Risa- lands og Seinni ferðir Gullivers. Bókin er 240 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda rnynda.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.