Heimili og skóli - 01.02.1952, Blaðsíða 28

Heimili og skóli - 01.02.1952, Blaðsíða 28
22 HEIMILI OG SKOLI ,,Nokkrar leiðbeiningar fyrir ungt fólk“ Menningarráð Akraness hefur gefið út stór veggspjöld með þessari yfir- skrift, einkum ætluð til notkunar í skólum. Á spjaldi þessu eru eftirfarandi leið- beiningar: I. 1. Segðu ávallt sannleikann. 2. Vertu orðheldinn. Lofaðu því einu, sem þú getur efnt. 3. Mættu stundvíslega, þar sem þú átt að mæta. 4. Notaðu tímann vel, það er aðal fjársjóður þinn. II. 1. Vertu ávallt og alls staðar kurteis, hlýðinn foreldrum þínum og kenn- urum. 2. Vertu ávallt hjálpfús og viðbúinn að leggja þeim lið, sem veikir eru eða vanmáttugir á einhvern hátt. 3. Vertu góður við dýrin, sýndu þeim nærgætni og umönnun. Þau eru minni máttar félagar þínir, sem guð hefur fengið þér til forsjár. 4. Vertu fús til að leiðbeina þeim, sem spyrja þig til vegar, eða þurfa á að- stoð þinni að halda á förnum vegi. III. 1. Lestu umfram allt góðár og göfg- andi bækur. 2. Lærðu ljóð öndvegisskálda vorra og lestu íslendingasögurnar. 3. Lestu bók bókanna, Bil)líuna. IV. 1. Ástunda iðjusemi og sparsemi. 2. Ef þú vinnur fyrir aðra, skal það gert, sem væri það fyrir sjálfan þig. 3. Verndaðu heilsu þína, hún er eini varasjóðúr þinn. 4. Farðu vel með föt þín, hvers konar verðmæti og sérstaklega mat. V. 1. Vertu bindindissamur, notaðu ekki áfengi eða tóbak. 2. Styddu góðan félagsskap, en varastu vondan. 3. Vertu boðinn og búinn til að veita öðrum þjónustu. 4. Styddu og styrktu góð málefni í bæ þínum, og einnig þau, er snerta al- þjóð. Þá hefur Menningarráð, Akraness gefið út mjög smekklegan bækling með sömu leiðbeiningum og bætir þar við mörgum fleiri í sama anda. Þarna eru einnig prentuð nokkur ættjarðar- Ijóð. Allar þessar reglur og öll þessi siða- boð eru hinar ágætustu leiðbeiningar fyrir.ungt fólk, og þó ekki síður fyrir þá, sem eru að ala upp börn og ungl- inga, því að sannleikurinn er sá, að þótt sh'kar reglur séu góðar, og jafnvel þótt þær verði lærðar utanbókar, koma þær samt ekki að haldi, ef börnin og unglingarnir eiga ekki vísan siðferðis- legan styrk að utan, frá umhverfi sínu, frá uppalendunum sjálfum. Háttvísi og siðfágun taka börnin að einhverju

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.