Heimili og skóli - 01.12.1954, Blaðsíða 12
120
HEIMILI OG SKÓLI
sem tæplega gæti veitt neina raunveru-
lega staðhæfingu.
Hikið oec óvissan er svo raunhæft 02;
ótvírætt! Við verðum að svo stöddu að
láta okkur nægja að staðhæfa að við
stöndum enn á frumstigi máls og at-
hugunar, án raunverulegs skilnings á
málefninu. Og síðan getum við svo
hver og einn, samkvæmt eigin skap-
gerð og innræti, glaðzt eða grátið yfir
því, að enn muni líða 10 eða ef til vill
30 ár, áður en nægilega raunhæf
reynsla hefur fengizt og neytt okkur til
að taka málefnið fastari tökum.
Við verðum öll að reyna að temja
okkur að beita ætíð skynseminni í allri
umhugsun, en ekki tilfinningunni.
Það er alveg sama, þótt okkur geðjist
ekki að teiknisögunum. Því fremur er
það ófullnægjandi að verða að játa, að
viðfangsefni vort á þessum sálræna
vettvangi er svo óljóst enn, að skyn-
rænu og rökréttu mati verður eigi við
komið. Skynsemin getur ekki, og til-
finningin má ekki ráða við verkefnið.
Mér virðist liggja nærri að leita að-
stoðar og fara að ráðum hins kvenlega
innsæis, sem sennilega er færari að
meta áhrif teiknisagnanna á varnar-
lausan barnshugann en vor svallynda
karlmanna-skynsemi. Mér er nær að
ætla, að flestar konur myndu svara:
— Þegar verst lætur hafa teiknisögurn-
ar með einu saman dæmi sínu truíl-
andi og ruddaleg svaka-áhrif á ungan
barnshugann, sem enn hefur ekki í-
klæðzt hringabrynju íhyglinnar til
varnar. En einnig þetta er þó aðeins
álit og skoðun kvenna.
Er það þá raunverulega hlutverk
skynseminnar að bíða þolinmóð og
„halda að sér höndum“, unz að mörg-
urn, mörgum árum liðnum er fengiíi
raunveruleg sönnun fyrir því, hvort
rétt hafi verið að bíða, eða hvort það
hafi verið andlegt barnamorð að leyfa
braskmöngurum teiknisagnanna að
láta þær leika lausum hala? Getur að-
eins framtíðin ein veitt þá sönnun.
En þáð er einmitt þegar í dag, sem
ráða verður fram úr málefni þessu á
einn hátt eður annan.
Skynrænt verður úrlausn að vísu
aðeins fundin samkvæmt forsendum
þeim, sem nú eru tiltækilegar, með at-
hugun á áhættunni og vali því, sem
því er háð.
Til skýringar á áhættuatriði málsins
ætla ég að leyfa mér að sprengja ofur-
litla hvellhettu í ótíma. Vona ég að
hún veki ef til vill einhvern þeirra,
sem hér eiga hlut að máli. Það er nú
þegar víst, að alveg ákveðin teiknisaga
(sem ég ætla þó ekki að auglýsa með
því að nefna hana), hefur hleypt af
stað ákveðinni athafnahvöt hjá á-
kveðnum ungum manni, sem í dag er
undir ákæru um morð. Það er tilgangs-
laust að fjalla um, hvert ákveðið mál-
efni hér er um að ræða. Og það leiðir
ekki að neinu skynsamlegu takmarki
að blanda því inn í umræðurnar. Hér
verður að samþykkja fullyrðinguna
eða hafna henni samkvæmt yðar eigin
tilhneigingu.
En lítúm nú fyrst sem snöggvast á
það, með fullyrðing mína að baki,
hvort sé meiri áhætta að samþykkja
starfstilgátu mína um teiknisöguna
sem úrslitahvöt, eða þá að hafna henni
sökum sannanaskorts.
Hafi teiknisagan aðeins leyst tir læð-