Heimili og skóli - 01.12.1954, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.12.1954, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SKÓLI 125 að vekja þá til hugsunar um sögu þjóð- arinnar, baráttu og lífskjör genginna kynslóða. Fátt er æsku nútímans nauð- synlegra en að skilja fortíðina sem bezt og kunna að finna til við minningar og myndir úr lífi forfeði'a sinna og mæðra. Það verður því að veita æsk- unni, og raunar hinum eldri líka, sem flesta möguleika og beztar aðstæður, til þess að læra og skilja sögu þjóðar- innar. Kem ég þá að aðaftilefni þessa greinarkorns. A síðustu árum hefur aukizt mjög áhugi fyrir því að halda til haga forn- um minjum og minningum. Víða er nú mikill áhugi fyrir því, að koma upp myndarlegum byggðasöfnum. En til eru þeir, sem líta svo á, að það orki mjög tvímælis, hvort dreifa á byggða- söfnum víða um landið eða velja þeim stað á sérstökum deildum í söfnum höfuðstaðarins. Eflaust yrði það ódýr- ara í framkvæmd, ef miðað er við, að byggðasöfnin nái réttum tilgangi og munir allir séu í góðri vörzlu. í höfuð- staðnum eru flestir fræðimenn þjóðar- innar búsettir. Þar eru háð nær öll landsþing og eiga þátttakendur þá hægt um vik að skoða söfnin. Þar eru skólarnir flestir og ég geri ráð fyrir, að allir nemendur þeirra skoði söfnin áður en námi lýkur. Þar að auki heim- sækja margir höfuðstaðinn víða af landinu. Margir eiga þangað erindi, bættar samgöngur valda því, að Reykjavík er nú í nánari tengslum við byggðir landsins en áður var. Það má deila um það, hvort byggðasöfnin eigi að vera í höfuðstaðnum. Hitt er tví- mælalaust rétt, að ef sú leið er valin að hafa byggðasöfnin heima í héruðum, þá á að velja þeim stað, sem ekki er úr alfara leið. Þá eru meiri líkur til þess, að þau verði fjölsótt. Það hefur áreiðanlega verið misráð- ið, þegar byggðasafni Austurlands var komið fyrir á Skriðuklaustri. Þar eiga fáir leið um. Þar er safnið í eins konar útlegð. Hvað skyldu annars margir Austfirðingar hafa skoðað safnið á Skriðuklaustri? Hér á Austurlandi eru tvímælalaust þrír staðir betur í sveit settir en Skriðuklaustur, til þess að geyma byggðasafn Austurlands. Á ég þá við Hallormsstað, Eiða og Egilsstaði. Hallormsstaðaskógur er fjölsóttur að sumrinu. Þar er menntastofnun, sem almenningi á Austurlandi á að vera annt um, vegna þess hlutverks, sem henni er ætlað, vegna stofnend- anna og vegna staðarins, skógarins, sem fegurstur er á íslandi og vekur mesta trú og sannfæringu um fegurra og betra ísland. Eiðar eru helzta menntasetur Aust- urlands og ekki langt úr þjóðleið. Eg- ilsstaðir eru þó bezt í sveit settir. Þar eiga flestir Austfirðingar leið um. Fjöldi fólks úr öðrum landshlutum fer þar um garð. Við höfum ekki efni á því að fela söguleg og andleg vermæti, en leiða til sætis lævís afmenningartæki eins og siðspillandi kvikmyndir „hasarblöð" og glæpasögur. Eins og margir vita, flæðir þessi ófögnuður um landið nú á síðustu árum. Austfirðingar! Flytjum byggðasafn Austurlands frá Skriðuklaustri og veljum því stað, þar sem almenningur iheimsækir það og nemur þá sögu, sem safnið geymir, sögu, sem verður því dýrmætari sem lengra líður.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.