Heimili og skóli - 01.12.1954, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.12.1954, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI 131 Annað raál er það, að fyrir vöntun á starfsliði og tíð skipti hefur stundum ýmislegt í vinnubrögðum farið ver úr hendi en skyldi. Vegna óvenjulegs ástands í atvinnumálum, hefur ekki verið unnt að hafa sama fólkið lengi. Því skyldi ekki stúlka þiggja atvinnu á Keflavíkurflugvelli, þegar henni eru boðin helmingi betri kjör þar en þau, sem hún hafði í Skálatúni, og vinnutími og frí eins? Þetta skeði í sumar. Fyrsta forstöðukona heimilisins var Auður Hannesdóttir, sem var sér- menntuð í meðferð fávitabarna og reyndist þeim einkar góð og nærgæt- in, en hún giftist og lét af starfi sínu. Frá 1. nóv. þ. á. er forstöðukona Aimée Einarson, fædd í Færeyjum af íslenzkum foreldrum. Er hún hjúkr- unarkona að menntun. Að fyrirmynd annarra þjóða hefur verið stefnt að því að hafa búrekstur í sambandi við barnaheimilið. Það á að vera börnunum til yndis og þroska- auka að fylgjast með ræktun jarðir og vexti og meðferð búpenings. Auk þess ætti það að geta stutt reksturinn fjárhagslega, þegar frá líður og rækt- un landsins er lokið. Þess er getið hér að framan, að stofnun þessi sé sjálfseignarstofnun. Með því er sagt, að stofnunin á sig sjálf og verður að standa á eigin fót- um, svo sem Elliheimilið Grund í Reykjavík o. fl. stofnanir, en er stjóm- að af nefnd manna. Þessar stofnanir eru í raun og veru opinber eign, og eiga vernd sína í skipulagsskrám. Lík- legt er, að þegar stundir líða, muni þykja þörf að setja um þessar stofn- anir sérstaka löggjöf, svo tryggt verði betur en er, að þær verði notaðar um alla framtíð í þágu þess málefnis, sem þæru eru upphaflega helgaðar. Stjórn stofnunarinnar skipa nú frú Guðrún Sigurðardóttir, Hofsvallagötu 20, Reykjavík, frú María Albertsdótt- ir, Urðarstíg 3, Hafnarfirði, Páll Kol- beins, aðalbókari, Reykjavík, og Jón Gunnlaugsson, fulltrúa, Rvík. J. G. Kennarinn er að reyna að útskýra fyrir börfnunum hvað samvizka sé. „Þið vitið það, börnin mín, að í okkur öllum býr innri rödd, sem oft lætur til sín heyra. Getur þú sagt mér, Halli, hvað hún heitir. Halli (réttir höndina snöggt upp): „Hún heitir búktal, kennari." Það var fjölgunarvon á heimilinu, og það vill svo til, að þennan mikilvæga atburð ber upp á aðfangadag jóla. Ljósmóðirin er að koma með tösku sína inn úr dyrunum og mætir Jónsa litla á þröskuldinum. „Jæja, Jónsi minn,“ segir hún. „Hvort viltu nú heldur að jólasveinninn komi með lítinn dreng eða litla stúlku?“ Jónsi er ekki seinn til svars og segir: ,.Ja, ég vildi nú helzt, að það yrði bíll.“ —o— Sigga litla hafði fengið leyfi til að fara í bíó með eldri systur sinni. Mamma hennar hafði gefið henni eina appelsínu í nesti. Þegar heim kom, var hún auðvitað búin að borða appelsínuna, en mamma hennar spurði hana, hvað hún hefði nú gert við hýðið. ,.Þú hefur þó líklega ekki fleygt því á gólfið?“ spurði mamma hennar. „Ertu frá þér?“ sagði Sigga litla. „Það sat gamall og vinalegur maður við hliðina á mér og ég stakk hýðinu í vasa hans.“

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.