Heimili og skóli - 01.12.1954, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI
117
mál, sem reynist svo við hans hæfi, að
duga megi honum til nokkurrar ham-
ingju? Þar til er e. t. v. ekki örugg hin
vísindalega greindar-greining, þó að
hún geti auðveldað okkur glímuna við
ákveðin verkefni í skólanum.
Max Glanzelius lítur svo á, að fyrsta
skylda kennarans sé að haga þannig
skólalífinu og störfunum, að þau vinni
markvisst að því, að efla einstaklinginn
í leit lians að viðfangsefnum við sitt
hæfi, en glæði jafnframt skilning hans
á verðmæti samstarfsins og samábyrgð-
arinnar á meðferð þeirra verðmæta,
sem lífið fær okkur upp í hendurnar,
andlegum og efnislegum auðæfum, er
svo auðveldlega geta reynzt okkur
hefndargjafir, ef við misskiljum gildi
þeirra og reynumst þeirra óverðug.
Námsskrár og skólareglur, hvers kon-
ar fyrirmæli og bókstaflegar reglur
verða að víkja fyrir þessu eina nauð-
synlega, sem er efling og þroskun ein-
staklingsins til persónulegs sjálfstæðis
og sameiginlegrar ábyrgðar.
Annað mál er það, hvort allir kenn-
arar eru færir um að halda þannig á
málunum, án þess þó að sniðganga al-
menn fyrirmæli um námsefni fyrir
vissa aldursflokka og brjóta í bág við
gildandi skólareglur. Þá er og fullvíst,
að ekki er nema á fárra færi að koma
stjórn sinni þannig fyrir, að börnun-
um finnist allt frjálst og þægilegt, en
fastatökin séu þó ótvíræð og örugg,
hvenær sem óhjákvæmilegt reynist að
grípa til þeirra. Ég segi þetta ekki til
að niðra stéttarbræðrum mínum yfir-
leitt, en ég þekki bezt af sjálfum mér,
hve allt of oft okkur hættir til að skipa
fyrir, tilkynna og bjóða, í stað þess að
leiða eigin leti barnanna að því, sem
gilda ber og hentast er. Nærri má þó
geta, hvort það rótgrær ekki fyrr og
traustar, sem barninu finnst það sjálft
hafa uppgötvað og reynt, heldur en
þau fyrirmæli, sem strangur kennari
er sífellt að jágast á.
Þetta, sem ég hef drepið hér á, má
segja að séu umlínurnar í hinu frjálsa
áhugastarfi, sem ég kynntist hjá þess-
um sænska skólamanni. Sjálfri fram-
kvæmdinni hef ég ekki lýst, og ekki
heldur sagt frá þeim árangri, sem náðzt
hefur með slíkum liætti, bæði hjá
Glanzelíusi og fleirum, er beita sömu
aðferð. Ef til vill gefst tækifæri til þess
síðar.
Kennarinn: „Getið þér sagt mér hvar
hæsta fjallið á jörðinni er, og hvert er
nafnið?“
Nemandinn: „Það er í Asíu, og ég heiti
Pétur.“
—o—
Hann: „eg er fæddur á Eskifirði, en
gekk í skóla á Akranesi.“
Hún: „Það var ægilega löng leið í skól-
ann.“
Kennarinn: „Hvar er Marteinn Lúther
fæddur?“
Nemandinn: „Já, Marteinn Lúther,
hann er ekki fáeddur í fæðingarbæ sínum,
heldur litlu þorpi þar skammt frá, og for-
eldrar hans voru einmitt að heiman um
þær mundir.“
Nýfæddi strákurinn öskrar af fullum
hálsi, svo að öllum þykir nóg um. Dag
nokkurn segir Páll litli við móður sína:
„Kom litli bróðir frá himnum?“
Móðirin: „Já, væni minn. Hann kom frá
himnum.“
Páll (hugsi): „Já, nú skil ég. Englarnir
hafa ekki viljað hafa hann þarna uppi.“