Heimili og skóli - 01.12.1954, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI
123
mæli blak af teiknisögunum. Tjáning-
árbannið í stjórnarskránni getur ekki
rökstutt þennan mismun.
Við skulum þá athuga lítiliega aðal-
boðorð tjáningarfrelsisins. Hvað merk-
ir það að birta hugsanir sínar? Nærri
getur legið að segja, að myndaruna, er
sýnir eða vekur hugaróra um athafna-
rás, falli ekki undir hugtakið að birta
hugsanir. Orðið „hugsanir“ gæti ef til
vill gefið í skyn, að sagan sjálf birti
hugsun eða að minnsta kosti hlutlægt
umhugsunarefni. Samt er það ef til vill
erfitt að fullyrða, að myndarunan eigi
að endurvekja hugsun. Myndaröðin
sjálf í samhengi gerir ráð fyrir hugsun,
svo að við komumst ekki framhjá því.
Verður þess víst þörf að rannsaka til-
gang tjáningarfrelsisins og ákveða á
þann hátt, hvort teiknisögurnar falli
undir ákvæðin.
Það verður tæplega dregið í efa, að
tilgangur ákvæðisins er að tryggja lýð-
ræðislegan áhuga á frjálsri skoðun, er
ríkið ekki má setja takmörk né grípa
fram í á nokkurn hátt. Það er pjóðfé-
lagslegt áhugamál að girða fyrir skoð-
anakúgun, sem hér ræður úrslitum.
Og það eru takmarkanir á stjórnmála-
legu tjáningarfrelsi, sem sérstök ástæða
er til að varast, þar eð þær eru hættu-
legar lýðræðislegu frelsi. . . . Það er
skoðanaeinokunin, sem ber að varast.
Það er svo algerlega einskis virði
fyrir öryggi lýðræðislegs þjóðfélags-
þroska, hvort heilaspunaverur, sem
heita Ófreskjan, Ofurmennið eða
Skelfir skipstjóri stikla um geiminn á
tunglsgeislum eða dauðrota 17 manns
með berum hnefunum einum. Til-
gangur stjórnarskrárinnar er ekki að
vernda þess háttar heilaspunaverur og
skemmtiframleiðslu.
Það er raunverulega allofríkisfull á-
gengni af teiknisagnaframleiðendum
að bera fyrir sig tjáningaröryggi stjóm-
arskrárinnar, og engu síður hitt að
krefjast þess, að þjóðfélagið færi söhn-
ur á hættu, áður en það geti bannað
teiknisögurnar. Þetta er að byrgja
brunninn, þegar barnið er drukknað.
Við getum ef til vill sleppt þessum
smáskrýtnu Bússa- og Birtu- sögum,
Fjögrapabba og Varahúsráðandanum,
og livað þeir annars heita. En að Ó-
freskjan sjálf skuli geta brugðið stjórn-
arskrárvernd fyrir sig, og hennar líkar,
er algerlega öfugu megin við alla skyn-
semi. Þvílík vernd er ekki aðeins and-
stæð anda alls tjáningafrelsis og sjálfr-
ar stjórnarskrárinnar, heldur einnig
„anda“ sjálfrar þessarar framleiðslu.
Því sjálfir virða menn þessir engar
reglur, sem leggja höft á nokkum skap-
aðan hlut.
Það er eigi aðeins óþarft af tilliti til
tjáningafrelsis að veita sérhverri tján-
ingu frelsi. Jafnvel hin glæpsamlega á-
hætta — með eða móti — í nauðvarnar-
sambandi við þann rétt, sem rýfur all-
ar reglur, hvetur þjóðfélagið til að
girða fyrir hópeitrun ungra skapgerða,
sem enn eru í reifum, af völdum þeirra
aðila, sem ekki liafa annað takmark
með eitrun sinni en auðveldan gróða.
Það er hreinn hugsanaruglingur að
beita tjáningafrelsi fyrir vagn þessara
bókleysingja-útgáfna. Má þegar grípa
til þess ráðs, sem er alveg fyrir hönd-
um í skipulögðu banni, og ber að beita
því, unz sannað hefur verið, að útgáf-
ur þessar séu ekki skaðlegar.
Að minni hyggju hefði átt að vera