Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 5
Heimili og skóli
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
15. árgangur Nóvember—Desember 1956 6. hefti
Heilög jól
Gleðileg jól! Gleðileg jól! Það er
einhver firna máttugur hreimur i
þessum tveimur orðum. Eitthvað,
sem ekki er af þessum heimi. Einhver
undursamlegur ylur, sem allur kuldi
liðinna alda hefur ekki megnað að
drepa. Og vissulega er máttur jólanna
ekki af þessum heimi. Annars væri
hann ekki slíkur eftir allar aldarað-
irnar frá hinum fyrstu jólum. Þau
láta ekki mikið yfir sér þessi tvö orð.
Yfir þeim er barnsleg einfeldni, og
það er kannski einmitt þess vegna,
sem þau snerta hjá okkur öllum við-
kvæma strengi. Þau vekja í okkur
barnið, allt það bezta, sem með okkur
býr. Þau flytja okkur á ný ferskan ilm
sakleysis, hreinleika og góðvildar. Þau
endurspegla gömul bros liðinna
bernskudaga, leiftur i augum, pegar
drottinn sjálfur var gestur jólanna.
Þá var barnið i jötunni bakgrunn-
ur jólahaldsins. En yfir fagnandi jörð
ríkti algóður guð, sem gaf allt, sem
gaf alla jóladýrðina i hreysi og höll-
um. Svona einföld var okkar guðfræði
i þá daga.
En hve lengi endast okkur þessi
gömlu bros — þessir gömlu töfrar jól-
anna? Þessi gamla helgi? — Er það
rétt, að jólin séu að hverfa sem andleg
hátíð, þar seni jólafögnuðurinn átti
upptök sin hið innra? Hátið Ijóss og
friðar? Hátið Krists? Sumir ætla það,
og ekki að ástæðulausu.
Þegar auðmýkt trúarinnar og þakk-
■ látsseminnar er horfin úr hjörtunum,
er einnig hin sanna jólagleði horfin —
hin sanna jólahelgi. Þá eru jólin að-
eins skuggi aldagamallar helgi, sem
reynt er að skreyta með rafmagns-
Ijósum.
Jólin hafa jafnan verið mest allra
hinna kirkjulegu hátiða ársins. En
þau liafa einnig verið hin mikla hátið
heimilanna, og um leið einn hinn
sterkasti þáttur hins kristna uppeldis
þjóðarinnar. Og því spyrja hugsandi
menn:
Má íslenzk kristni og islenzk menn-
ing við því, að hið kristna og helga
inntak jólanna víki fyrir veraldlegum
fagnaði i klæðnaði, mat og drykk?
Það er barizt um þetta í dag. Það
er barátta heiðninnar og kristninnar.
Jólahelgin er á undanhaldi. Verald-
legur iburður er sigursœlli sem stend-
ur.
Ekkert nema jólahelgin getur veitt
hjörtunum varanlegan frið. Allt hitt