Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 6
111
HEIMILI OG SKÓLI
Lofsöngur ástarinnar
Margareth Spörck Sem segir frá
Að þessu sinni ætla ég að segja ykk-
ur eina fegurstu ástarsögu, sem ég hef
heyrt á allri minni ævi. Ævintýrið
segir mér unga konan sjálf, sem situr
hérna andspænis mér með faðminn
fullan af hamingju, tvo pattaralega,
ljómandi fallega smádrengi, sem
hjúfra sig að henni. Og svipur henn-
ar er rólegur og bjartur af hamingju,
því að hún veit, að maðurinn hennar
muni senn koma heim að lokinni
vinnu, hraustur og alsjáandi, og
vernda og aðstoða ástvini sína. En
hann vinnur í verksmiðju í nágrenn-
inu. Það er svo algengt, að sagt sé
um fjölskyldu, að hún sé sérstakt þjóð-
félag og meira að segja ofurlítill
heimur, En aldrei mun það hafa verið
sannara sagt né átt jafn vel við og á
heimili Roy og Liv Cressey á Sönd-
um*
Rödd hennar er þýð og blæfögur,
er hún fús og alúðleg segir mér frá
* Sandar eru hverfi rétt utan við bæinn
Sandafjorð, sem liggur við samnefndan fjörð
miðja vegu milli Túnsbergs og Lagarvíkur að
vestan verðu við Oslóarfjörð. — Kvenmanns-
nafnið Liv er sama sem íslenzka nafnið Hlif.
bernskuárum sínum, þegar hún var
hamingjusöm smátelpa og lék sér með
öðrum börnum. Hún sá sólina koma
upp á morgnana og ganga til viðar á
kvöldin, og hún tíndi blóm á vorin,
og á haustin sá hún aldintré í Sanda-
firði drúpa greinum sínum með rauð-
um og gulum ávöxtum. — En einn
góðan veðurdag bar slysið að hönd-
um, segir hún, — ég fékk glerflís í ann-
að augað. Ur þessu varð ígerð, sem
einnig náði hinu auganu. Þá var ég
fimm ára, og smám saman missti ég
sjónina á báðum augum. Og átta ára
gömul var ég orðin alveg blind. Allt
var í myrkri.
Ég gat ekki stillt mig um að láta
í ljós, að þetta hljóti að hafa verið ægi-
legt áfall fyrir hana. — Nei, í rauninni
var það ekki, segir hún rólega. — Ég
rnissti sjónina smám saman, og mér
liggur við að segja, að ég vandist því,
mér lærðist að ráða fram úr flestum
hversdagsstörfum og viðfangsefnum,
án þess að sjá. Ég held að börn taki
slíku með meiri stillingu og jafnaðar-
geði en fullorðnir, þau haga sér eðli-
lega eftir viðhorfinu og sætta sig við
fer fram hjd okkur eins og leiftur.
Kannski gleði i dag, en tómleiki á
morgun „Nema þið verðið eins og
börn,“ sagði Kristur.
Verðum aftur börn og tökum á
móti jólunum eins og börn með opnu
hjarta. Þá mun heimurinn öðlast frið.
— Ytri og innri frið.
GLEÐILEG JÓL.
H. J. M.