Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 17
HEIMILI OG SKÓLI
125
tölu varðar miklu lægra í Danmörku en
hér og mátti þetta teljast allgott kaup fyr-
ir um það bil fjórum árum. Hvað lestur
varðaði lásu 10 ágætlega, allur fjöldinn
sæmilega en 3 mjög illa. Allt voru þetta
unglingar, sem höfðu strandað algerlega í
lestrarnámi í barnaskóla og hefðu aldrei
átt viðreisnar von við neitt framhaldsnám
ef þeir hefðu ekki fengið aukaaðstoð. Það
er því sýnilegt, að starfsemin í lestrar-
bekkjunum er jákvæð, en hennar nutu 2700
böm í Kaupmannahöfn árið 1954 en 30
fyrsta árið sem hún var veitt.
IV.
Norski fulltrúinn gat þess í skýrslu sinni,
að Norðmenn væru langt á eftir Dönum
hvað aðstoð við öll afbrigðileg börn varð-
aði, en nokkur aðstoð væri þó hafin eink-
um í Oslo. Fjöldi þeirra barna, sem þarf á
aðstoð að halda virðist vera hlutfallslega
hinn sami og í Danmörku enda ekki við
öðru að búast. Svíar gera ráð fyrir að allt
að 10% barna geti þurft á sérstakri aðstoð
að halda við nám, en langt er frá því, að
því marki sé náð í Svíþjóð.
Finnski fulltrúinn kvaðst vera sér þess
fullkomlega meðvitandi, að Finnar hefðu
orðið aftur úr á þessu sviði. Ekki vegna
þess að þá skorti áhuga á málinu heldur
fé til framkvæmda. í skýrslu Finnans komu
þó fram merkilegar upplýsingar. Þegar síð-
ara stríðinu lauk höfðu 3.500 Finnar skadd-
ast á heila og þurftu í því sambandi alls
konar aðstoð. Prófessor Niilo Maki hefur
utanna mest athugað þessa sjúklinga, en
sumir þeirra reyndust hafa gleymt að lesa.
Þegar farið var að kenna þeim lestur á ný,
kom í ljós, að örðugleikar þeirra voru ekki
eðlislega ólíkir örðugleikum barna, sem
eiga erfitt með lestrarnám, t. d. var ekki
oalgengt að sjúklingurinn þekkti stafina og
gat komið þeim saman í orð, en honum
vár ómögulegt að sjá nerna tvo bókstafi í
einu. Þeir, sem hafa kennt bömum, sem
eiga við lestrarörðugleika að stríða að lesa,
vita, að börnin lesa oft reiprennandi stutt
orð, t. d. tveggja og þriggja stafa orð, en
þegar stöfunum fjölgar, rennur allt út í
sandinn hjá þeim.
Til eru fræðimenn einkum í hópi lækna,
sem vilja halda því fram að lestrarörðug-
leikar séu ættgengur sjúkdómur, en fullar
sannanir hafa ekki fengizt fyrir þeirri skoð-
un, enda væri lítt glæsilegt fyrir þá, sem
hafa glímt lengi við lestrarnámið, ef þeir
mættu eiga von á því, að syndir feðranna
kæmu fram á börnunum í þriðja og fjórða
lið.
I sambandi við mótið var mikil sýning
námsbóka og alls konar hjálpartækja og
kenndi þar margra grasa, það er algild
regla, að ef barn hefur strandað við lestrar-
nám sitt, er heppilegast, þegar aðstoð við
það hefst, að skipta um námsbækur. Osigr-
ar fortíðarinnar eru svo nátengdir þeim
bókum, sem börnunum eru áður kunnar, að
bezt er að þurfa ekki að nota þær. Greini-
legt er, að höfundar lestrarbóka á Norður-
löndum hafa lagt sig mjög fram í því að
gera þær sem bezt úr garði. Letrið var
stærra í þeim bókum, sem ætlaðar voru
börnum með mikla lestrarörðugleika, lit-
myndir prýddu þær velflestar og tekið var
tillit til þeirra athuguna, sem gerðar hafa
verið skipulagsbundið hvað lesbækur varð-
ar, en þær sýndu að flestar lesbækur eru
alltof erfiðar byrjendum, orðin koma of
sjaldan fyrir, svo að þau ná ekki að fest-
ast í minni. Onnur orð eru hins vegar
óþarflega oft á ferðinni.
Meðal hjálpartækja má nefna alls konar
stafaöskjur, spjöld með myndum og léttum
setningum, orðaskammsjá, þar sem eitt og