Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 14
122
HEIMILI OG SKÓLI
aðstoðar og eru nú 20 ár liðin síðan fyrstu
sérbekkirnir voru stofnaðir í Kaupmanna-
höfn í þeim tilgangi. Voru valin í þá börn,
sem ekki virtust geta lært að lesa að öllu
óbreyttu, en voru hins vegar samkvæmt
greindarmælingum með allt að meðalgreind
eða meira. Nafn þess manns, sem átti frum-
kvæði að þessari nýjung er nú nefnt meðal
þeirra, sem hafa markað tímamót í mann-
úðar- og menningarmálum.
Um þessa nýjung eins og margt annað,
sem til framfara horfir, má sega, að mjór
er mikils vísir, því að nú er svo komið, að
sérbekkirnir, þar sem reynt er að bæta úr
vandræðum barna, sem ekki eiga samleið
með fjöldanum, skipta hundruðum, en sér-
kennslu njóta nú 3—5% allra barna í Dan-
mörku og í þeim bæjarfélögum þar sem
þessi mál eru lengst á veg komin 5—-10%.
Þegar starfið hófst, héldu menn að nóg væri
að veita 1—2 prósentum einhverja auka-
aðstoð.
II.
Skólasálfræðingar og kennarar leggja á
það höfuðáherzlu að erfiðleikum barnanna
hvað lestrarnám varðar sé veitt athygli
eigi síðar en á öðru skólaári, en helzt á því
fyrsta. Danskir kennarar geta ef þeir vilja
hópgreindarprófað nemendur sína og veitir
það vitanlega mjög aukna möguleika til
þess að kynnast hverjum einstaklingi nánar
en ella. Greindin er eins og menn vita
samsett úr mörgum þáttum og getur einn
þáttur hennar verið vel þroskaður þótt aðr-
ir þættir séu það ekki. Einblíni kennari um
of á einn vel þroskaðan greindarþátt og
geri kröfur til nemanda síns samkvæmt
því, getur það orðið til þess, að mat hans á
nemandanum verði alrangt og það leiðir
vitanlega fyrr eða síðar til einhverra vand-
ræða. Hópgreindarprófin, sem eru mjög
meðfærileg og auðvelt að læra að nota,
geta oft vísað kennurunum rétta leið í mati
á nemendum sínum. Þessi próf gera vitan-
lega ekki hinar einstaklingsbundnu prófan-
ir óþarfar, enda hafa Danir þann hátt á, að
ef kennari telur að barn geti ekki fylgzt
með námi hvort sem um er að ræða lestrar-
nám eða eitthvað annað, er bamið sent til
skólasálfræðings fyrir milligöngu skóla-
stjóra. Sálfræðingurinn greindarprófar barn-
ið með að minnsta kosti tvenns konar
greindarprófum auk lestrarprófa, sem geta
leitt í ljós í hverju lestrarörðugleikarnir
eru fólgnir. Eru lestrarpóf þessi hæfð
hverju aldursskeiði fyrir sig. Ef greind
barnsins er allt að meðallagi og lestrar-
öðugleikarnir ekki mjög miklir, er venju-
lega farin sú leið að útvega baminu auka-
kennslu innan vébanda skólans nokkrum
sinnum á viku, en það látið halda áfram
námi í sínum bekk eigi að síður. Komi
þessi ráðstöfun ekki að fullu gagni eða séu
örðugleikarnir svo alvarlegir, að lítil líkindi
séu til þess, að þessi ráðstöfun ein leysi
vandann, eru börnin sett í sérstakan lestrar-
bekk. Er tala nemenda í þeim bekkjum
lægri en í öðrum bekkjum skólanna og má
í Kaupmannahöfn ekki fara fram úr 15.
Er nemendatalan höfð lág til þess, að kenn-
arinn geti sinnt hverjum einstökum að ein-
hverju gagni í hverri kennslustund. Sé um
mjög mikla erfiðleika að ræða, er tala nem-
enda í bekk höfð enn þá lægri. Orsakir til
lestrarörðugleika eru svo margvíslegar, að
varla er hægt að gera ráð fyrir að tvö börn
séu illa fær í lestri af nákvæmlega sömu
ástæðum. Aður fyrr kom að vísu oft fyrir
að börn áttu við lestrarörðugleika að stríða
vegna þess, að þeim hafði verið kennt með
lestraraðferð, sem ekki átti við þau. Þessi
orsök er nú að mestu, eða öllu leyti úr sög-
unni í Danmörku, vegna þess að lestrarsér-