Heimili og skóli - 01.12.1956, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.12.1956, Blaðsíða 12
120 HEIMILI OG SKÓLI heldur einnig álit og traust samferða- mannanna. Júdit fór í kennaraskólann og tók þaðan ágætt kennarapróf vorið 1932. Fyrsta árið þar á efitr var hún far- kennari í Hegranesi í Skagafirði, en fékk þá stöðu við Barnaskóla Siglu- fjarðar. Þar kenndi hún til ársins 1945 og aflaði sér þar bæði trausts og virð- ingar. En þá kom hún að Barnaskóla Akureyrar og hefur starfað þar síðan. Ég hef kynnzt frk. Júdit bæði sem samkennari hennar og skólastjóri og Hkað hvort tveggja vel. Hún er frá- bærlega skyldurækinn og duglegur kennari, föst í sniðum og gerir sér í engri grein ánægða með lélegan árang- ur, þótt það hljóti jafnan að verða hlutskipti allra kennara að fá misjafna uppskeru af erfiði sínu. Hún er stjórn- söm og gerir strangar kröfur til hátt- vísi nemenda sinna og reglusemi, svo og allra vinnubragða. En það er hverju barni hollur skóli. En frk. Júdit er engin hávaðakona. Allt starfið i kennslustofu hennar fer hljóðlega fram. Það er traust og látlaust eins og húsmóðirin, sem þarna stjórnar. Það hefur verið mikið happ fyrir tvo stærstu barnaskóla norðanlands að fá að njóta starfskrafta Júditar. Það atvikaðist svo, að Júdit ólst að mestu upp á vegum móður sinnar, og hafa þær búið saman í tæp 50 ár. En frú Ingibjörg andaðist á síðastliðnum vetri í hárri elli. í almæli er, að frk. Júdit hafi reynzt móður sinni frábærlega vel. Það út af fyrir sig lýsir henni vel. Og nú hefur hún tekið hinn aldna föður sinn, Jónbjörn Gíslason, á heimili sitt, til að búa honum þar rólega og friðsæla ellidaga eftir um það bil 30 ára dvöl í Vesturheimi. Auk kennslustarfa hefur Júdit unn- ið mjög fyrir kvenskátahreyfinguna og leyst þar af hendi prýðilegt starf. Einnig þar hefur hún lagt góðan og farsælan skerf til uppeldis og þroska margra ungra stúlkna. Það hefur jafn- an verið viðbót við langan og oft erfið- an vinnudag. FrÖken Júdit er prýðilega vel gefin kona og jafnframt búin mörgum ágæt- um kennarahæfileikum. Ég þakka henni bæði fyrií sjálfan mig og Barna- skóla Akureyrar, góða samvinnu, skyldurækni og dugnað í starfi. Ekkert af því, sem vel er gert, verður skráð í sandinn. Sæðið grær og vex og ber ávexti. Það eru laun hins óþekkta sáð- rnanns í hvaða stétt og stöðu sem hann er. H. J. M. Gott ráð. Rithöfundur nokkur hafði sent blaði einu grein eftir sig, en hafði ekkert heyrt frá ritstjóranum. Loks gat hann ekki á sér setið lengur, en skrifaði honum með all- miklum þunga, þar sem hann krafðist þess, að hann annaðhvort birti greinina eða sendi hana aftur, tafarlaust, því að hann kvaðst hafa mörg járn í eldinum. Nokkru síðar fékk hann bréf frá rit- stjóranum ásamt greininni. í bréfinu kveðst ritstjórinn ráða honum eindregið til að koma greininni fyrir hjá hinum járnunum.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.